Innlent

Vestfirðingar standa saman

Reykhólar. Sveitin milli umdæma. Nefndarmönnum er vandi á höndum með það undir hvern þeir eiga að setja löggæsluna á Reykhólum.
Reykhólar. Sveitin milli umdæma. Nefndarmönnum er vandi á höndum með það undir hvern þeir eiga að setja löggæsluna á Reykhólum.

"Það var einhugur um það á þessum fundi að menn vildu ekki að tvær sýslur yrðu teknar af Vestfjörðunum og skipað undir Borgarnes," segir Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri í Reykhólahreppi. Framkvæmdanefnd um nýskipan lögreglumála boðaði til fundarins sem haldinn var á miðvikudag og kynntu nefndarmenn þar tillögur sínar um tilfærslu lögreglustjórnar.

Samkvæmt þeim tillögum er gert ráð fyrir að tvær af fimm sýslum Vestfjarða, Austur-Barðastrandarsýsla, þar sem Reykhólahreppur er, og Strandasýsla tilheyri lögreglustjóranum í Borgarnesi. Mætti sú tillaga mikilli andstöðu. Einar Örn lagði hins vegar fram þá tillögu að Búðardalur, Reykhólar og Patreksfjörður yrðu sett í eitt umdæmi en það féll í grýttan jarðveg að hans sögn.

Guðmundur Guðlaugsson segir á fréttavef Bæjarins besta að Vestfirðingar sem fundinn sátu hafi verið sammála um að ef fara ætti í sameiningu lögregluumdæma ætti að sameina Vestfirði í eina heild. "Framkvæmdanefnd er vandi á höndum. Annars er mér sama undir hvern við erum settir, ég vil aðeins að löggæslan hér verði sem best," segir Einar Örn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×