Innlent

Þarf að borga milljónabætur

Prentsmiðjan Gutenberg þarf að borga bílstjóra rúmar 7,3 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar á samningi við hann. Þetta var ákveðið með dómi Hæstaréttar á fimmtudag.Héraðs­dómur Reykja­ness ­haf­ði­­ áður dæmt manninum 1,7 milljón­ir króna í bætur.

Upphaflegur samningur bíl­stjór­ans var við prentsmiðjuna Graf­ík í des­ember árið 2000, upp­segjan­leg­ur með þriggja mán­aða fyrir­vara ef upp kæmi ágrein­ing­ur í samstarfi. Í nóvember 2001 var samning­n­um sagt upp vegna þess að Grafík væri að sameinast Guten­berg. Bílstjórinn mótmælti og kvað engan ágreining hafa verið uppi sem réttlætti riftun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×