Innlent

Drukkinn átti að passa sig

Maður fær ekki frekari bæt­ur frá konu sem ók á hann í Strand­götu á Akureyri árið 1998. Hæstiréttur staðfesti fyrri dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þar sem kröfum mannsins var hafnað, en í Hæstarétti krafðist hann tæpra 7 milljóna króna, auk málskostnaðar.

Fram kom í héraðsdómnum að árið 1998 var maðurinn 36 ára gamall háseti á frystitogara. Hann var svo drukkinn á Strandgötunni að hann átti erfitt með gang, en þar stóð hann og lamdi í bíla sem leið áttu hjá. Þegar konan ók hjá vildi ekki betur til en svo að maðurinn missti jafnvægið og datt með annan fótinn undir bílinn.

Taldi Hæstiréttur, eins og héraðsdómur, að maðurinn hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og konan hefði ekki getað afstýrt slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×