Innlent

Börnin fara í Hjallaskóla

Sigurður Björgvinsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að mörg börn haldi, eftir nám í leikskóla Hjallastefnunnar, í grunnskólann á Vífilsstöðum.
Sigurður Björgvinsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að mörg börn haldi, eftir nám í leikskóla Hjallastefnunnar, í grunnskólann á Vífilsstöðum.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að þróun Sjálandsskóla hafi gengið samkvæmt áætlun og ánægja ríki með skólann og skólastarfið. Húsnæðið sé nýtt mjög vel og í samræmi við áætlun. Það sé rangt að alltof fá börn séu í skólanum. Það sé frekar þvert á móti.

"Við sáum fyrir að fjölgunin yrði mjög hröð og að það væri hagkvæmt að byggja skólann eins og við gerðum. Aðsóknin á fyrsta ári er meiri en við reiknuðum með og við reiknum með 130 börnum á næsta ári. Það er að ganga eftir. Það væri verra ef við værum að byggja skólann núna á miðju skólaári.

Fréttablaðið greindi frá því á föstudag, að þriðjungi færri börn væru í Sjálandsskóla en ættu að vera. Nú eru tæplega 80 börn en skólinn getur tekið við 240 börnum. Ástæðan er sú að mun færri börn eru í hverfinu en búist hafði verið við.

Sigurður Björgvinsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Garðabæ og skólastjóri Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, staðfestir að mun færri börn séu í Sjálandsskóla en gert hafi verið ráð fyrir. Hann segir að ástæðan sé meðal annars sú að mörg börn fari úr leikskóla Hjallastefnunnar sem er í Sjálandshverfi í grunnskóla stefnunnar á Vífilsstöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×