Blóðugi vopnasalinn Bout 19. nóvember 2005 06:00 Talibani í Afganistan. Þegar Talibanar börðust gegn afgönskum stjórnvöldum sá Bout þeim fyrir vopnum. Samband Bouts við Talibana varð til þess að hann varð hundeltur af bandarískum stjórnvöldum sem telja hann hafa haft tengsl við al-Kaída. Flest lönd, sem eru með her eða vilja hervæðast, þurfa að kaupa vopn frá öðrum. Fyrir utan Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland, Kína og nokkur önnur lönd framleiða fá lönd sín eigin vopn. Það er ugglaust hægt að segja að það hvíli ekki meiri leynd yfir nokkrum viðskiptum en vopnaviðskiptum, og eflaust er óhætt að fullyrða að hrollur fari um marga þegar minnst er á þessi viðskipti enda ótal siðferðislegar spurningar sem vakna í tengslum við þau. Þó að vopnasmyglarar séu ekki söluhæstir í heimi vopnaviðskiptanna eru þeirra viðskiptahættir samt ógeðfelldastir. Þeir selja vopn til landa sem Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt viðskiptabann á, oftast til einræðisherra eða uppreisnarmanna í þróunarlöndunum. Þá víla þeir það oft ekki fyrir sér að sitja báðum megin borðsins - selja vopn til landa sem eru í stríði hvort gegn öðru. Tölur um ólögleg viðskipti með vopn eru á reiki og rakst greinarhöfundur á tölur frá 120 milljörðum króna á ári upp í 600 milljarða. Skekkjumörkin eru mikil, en hvað sem því líður þá getur vopnasala augljóslega verið mjög ábatasöm. Vopnasali eða vopnasmyglari Skilin milli lögmætra vopnasala og vopnasmyglara eru oft óljós. Það eru ekki aðeins ríki sem mega selja vopn því með því að fá sérstök leyfi mega einkarekin fyrirtæki einnig gera það. Til að smygla vopnum þarf hins vegar að falsa tollaskjöl og ýmiss önnur skjöl. Mikilvægasta skjalið er hins vegar svokallað heimildarvottorð viðtakanda (end-user certificate). Aðeins ríki sem hefur heimild til að kaupa vopn getur gefið út þetta vottorð. Vopnasmyglarar leggja höfuðáherslu á að fá heimildarvottorð því að séu þeir með það í höndunum eru þeir í raun ekki lengur ábyrgir fyrir því í höndum hverra vopnin lenda á endanum. Vegna þess hversu erfitt er að sanna vopnasmygl eru flestir vopnasmyglarar eftirlýstir fyrir annars konar brot eins og til dæmis skjalafals og peningaþvætti. Túlkur verður vopnasali Victor Anatoliyevich Bout er einn umsvifamesti vopnasmyglari heims í dag. Hann eftirlýstur bæði af bandarískum yfirvöldum og Interpol og Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað sakað hann um að brjóta viðskiptabönn. Bout er gott dæmi um nýja kynslóð vopnasala sem komst til valda eftir fall járntjaldsins. Hann er fæddur 13. janúar árið 1967 í borginni Dushanbe í fyrrum Sovétlýðveldinu Tadsjikistan. Bout útskrifaðist úr Herskólanum í Moskvu með tungumál sem sérgrein. Bout, sem talar átta tungumál, starfaði sem túlkur í Angóla um tíma, meðal annars fyrir friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna, og er talið að þá hafi hann aflað sér tengsla sem hann síðar nýtti sér og urðu til þess að hann varð einn alræmdasti vopnasmyglari í Afríku. Interpol segist búa yfir gögnum sem tengi Bout við ólöglega vopnasölu í fjölda Afríkuríkja, til dæmis Angóla, Rúanda, Sierra Leone, Líberíu, Kongó og Súdan. Bout hefur stofnað fjölda fyrirtækja sem flest eru skráð sem flutningafyrirtæki. Hafa þessi fyrirtæki haft aðsetur víða um heim til dæmis í Rússlandi, Belgíu, Suður-Afríku og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Bout hefur yfirleitt notað rússneskar flutningaflugvélar til að smygla vopnum. Vitað er að Bout hefur selt ýmiss konar vopn en líkt og flestir vopnasmyglarar selur hann mest af minni vopnum, hríðskotabyssum, handsprengjum og þess háttar vopnum. Blóðugir demantar í Afríku Starfsemi Bouts í Afríku er lygasögu líkust. Í skýrslum Sameinuðu þjóðanna um ástandið í Angóla og Líberu er hann nefndur sérstaklega. Ýjað er að því að hann fái greitt í demöntum enda hefur hart verið barist um yfirráð yfir demantanámum í þessum ríkjum. Verslun með demanta frá þessum löndum er hins vegar með öllu óheimil, því er talið víst að hann hafi sett á laggirnar demanta-slípunarverksmiðjur, til dæmis í Kígali í Rúanda. Þegar búið er að slípa demanta er ekki hægt að greina hvaðan þeir koma og því ekki hægt að stöðva verslun með þá. Vitneskjan um ólöglega vopnasölu Bout í Afríku vakti hins vegar ekki áhuga bandarískra yfirvalda á honum. Það var ekki fyrr en eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september sem bandaríska leyniþjónustan hóf að kanna hvað væri til í meintum tengslum Bouts við Talibana í Afganistan en af og til höfðu birst fréttir um þessi tengsl í fjölmiðlum. Í ágúst árið 1995 greindi franska fréttastofan AFP til að mynda frá því að herþota Talíbana hefði neytt flugvél frá Transavia Export Cargo, sem var fyrirtæki í eigu Bouts, til að lenda í Kandahar í Afganistan. Talibanarnir, sem þá höfðu ekki enn steypt stjórnvöldum frá völdum, tóku farminn, 30 tonn af Kalashnikov-rifflum (AK 47), í vörslu sína. Í viðskiptum við Talibana Í byrjun janúar árið 2002 birti tímaritið Washington Monthly grein þar sem fullyrt er að Bout hafi setið beggja megin borðsins. Til að byrja með hafi hann stundaði viðskipti við ríkjandi stjórnvöld og hjálpaði þeim þannig í stríðinu við Talibana og aðra uppreisnarhópa. En síðar hafi hann hafið viðskipti við Talíbana. Í tímaritsgreininni er vitnað í heimildarmann sem þekkti Bout og sagði hann: "Bout er mjög framtakssamur. Þegar flugvélin var tekin notaði hann tækifærið til að semja við Talibanana." Nokkrum vikum eftir að tímaritsgreinin birtist greindi dagblaðið Los Angeles Times frá því að Bout væri með starfsemi í Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Var hann sagður einn af eigendum flugfélagsins Flying Dolphin sem flygi tvisvar í viku með hergögn, varahluti í herflugvélar og vopn, til höfuðstöðva Talíbana í Kandahar. Skráður eigandi flugfélagsins var hins vegar Abdullah bin Zayed al Sagr al Nahyan sem hafði verið sendiherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna í Bandaríkjunum frá 1989 til 1992. Nahyan var sagður náinn samstarfsmaður Bouts. Í skýrslu, sem bandaríska stofnunin Center for Public Integrity í Washington birti, er talið að Bout hafi hagnast um þrjá milljarða króna á viðskiptum sínum við Afgana. Í skýrslunni sem byggir að hluta á belgískum leyniskjölum er sagt að ekki hafi sannast að Bout hafi átt bein viðskipti við al-Kaída. En vegna tengsla Talibana og al-Kaída sé ljóst að einhver hergögn sem keypt hafi verið af Bout hafi endað í höndum liðsmanna Osama bin Laden. Bara venjulegur viðskiptamaður Í kjölfar þess að belgíska lögreglan réðst inn í átján íbúðir meintra lögbrjóta snemma árs 2002 og handtók meðal annars náinn samstarfsmann Bout, Sanjivan Ruprah, var Bout ákærður fyrir peningaþvætti. Vegna meintra tengsla Bout við al-Kaída og ólöglega vopnasölu til hryðjuverkamanna var nafn Bouts töluvert mikið í fjölmiðlum. Hann var eftirlýstur af Interpol og bandarískum yfirvöldum sem töldu hann vera í felum í Moskvu. Bout sá sig knúinn til að svara ásökununum og í viðtali við rússnesku útvarpsstöðina Ekho Moskvy sagðist hann alsaklaus. Hann væri bara venjulegur viðskiptamaður og allar ásakanir á hendur sér væru í Hollywood-stíl. Á sama tíma og Bout var í viðtalinu barst fréttatilkynning frá Rússlandsdeild Interpol þar sem sagt var að vegna gruns um að Bout hefði selt al-Kaída vopn hefði hans verið leitað í fjögur ár í Rússlandi. Í tilkynningunni sagði enn fremur: "Í dag getum við sagt með vissu að Bout er ekki í Rússlandi." Fáeinum dögum seinna barst leiðrétting frá Rússnesku öryggislögreglunni (Russian Federal Security Service) þar sem sagði: "Það er engin ástæða til að ætla að þessi rússneski þegn hafi brotið lög." Frjáls eins og fuglinn Eins og fyrr sagði eru skilin milli lögmætra vopnasala og vopnasmyglara oft óljós. Ágætt dæmi um það er að árið 1993 flutti Transavia, eitt flutningafyrirtækja Bout, vopn til belgískra friðargæsluliða í Sómalíu. Vegna stöðu sinnar innan rússnesku mafíunnar er talið að Bout hafi gríðarlega sterk ítök á ýmsum sviðum rússnesks samfélags. Victor Anatoliyevich Bout gengur enn frjáls ferða sinna. Innlent Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Flest lönd, sem eru með her eða vilja hervæðast, þurfa að kaupa vopn frá öðrum. Fyrir utan Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland, Kína og nokkur önnur lönd framleiða fá lönd sín eigin vopn. Það er ugglaust hægt að segja að það hvíli ekki meiri leynd yfir nokkrum viðskiptum en vopnaviðskiptum, og eflaust er óhætt að fullyrða að hrollur fari um marga þegar minnst er á þessi viðskipti enda ótal siðferðislegar spurningar sem vakna í tengslum við þau. Þó að vopnasmyglarar séu ekki söluhæstir í heimi vopnaviðskiptanna eru þeirra viðskiptahættir samt ógeðfelldastir. Þeir selja vopn til landa sem Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt viðskiptabann á, oftast til einræðisherra eða uppreisnarmanna í þróunarlöndunum. Þá víla þeir það oft ekki fyrir sér að sitja báðum megin borðsins - selja vopn til landa sem eru í stríði hvort gegn öðru. Tölur um ólögleg viðskipti með vopn eru á reiki og rakst greinarhöfundur á tölur frá 120 milljörðum króna á ári upp í 600 milljarða. Skekkjumörkin eru mikil, en hvað sem því líður þá getur vopnasala augljóslega verið mjög ábatasöm. Vopnasali eða vopnasmyglari Skilin milli lögmætra vopnasala og vopnasmyglara eru oft óljós. Það eru ekki aðeins ríki sem mega selja vopn því með því að fá sérstök leyfi mega einkarekin fyrirtæki einnig gera það. Til að smygla vopnum þarf hins vegar að falsa tollaskjöl og ýmiss önnur skjöl. Mikilvægasta skjalið er hins vegar svokallað heimildarvottorð viðtakanda (end-user certificate). Aðeins ríki sem hefur heimild til að kaupa vopn getur gefið út þetta vottorð. Vopnasmyglarar leggja höfuðáherslu á að fá heimildarvottorð því að séu þeir með það í höndunum eru þeir í raun ekki lengur ábyrgir fyrir því í höndum hverra vopnin lenda á endanum. Vegna þess hversu erfitt er að sanna vopnasmygl eru flestir vopnasmyglarar eftirlýstir fyrir annars konar brot eins og til dæmis skjalafals og peningaþvætti. Túlkur verður vopnasali Victor Anatoliyevich Bout er einn umsvifamesti vopnasmyglari heims í dag. Hann eftirlýstur bæði af bandarískum yfirvöldum og Interpol og Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað sakað hann um að brjóta viðskiptabönn. Bout er gott dæmi um nýja kynslóð vopnasala sem komst til valda eftir fall járntjaldsins. Hann er fæddur 13. janúar árið 1967 í borginni Dushanbe í fyrrum Sovétlýðveldinu Tadsjikistan. Bout útskrifaðist úr Herskólanum í Moskvu með tungumál sem sérgrein. Bout, sem talar átta tungumál, starfaði sem túlkur í Angóla um tíma, meðal annars fyrir friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna, og er talið að þá hafi hann aflað sér tengsla sem hann síðar nýtti sér og urðu til þess að hann varð einn alræmdasti vopnasmyglari í Afríku. Interpol segist búa yfir gögnum sem tengi Bout við ólöglega vopnasölu í fjölda Afríkuríkja, til dæmis Angóla, Rúanda, Sierra Leone, Líberíu, Kongó og Súdan. Bout hefur stofnað fjölda fyrirtækja sem flest eru skráð sem flutningafyrirtæki. Hafa þessi fyrirtæki haft aðsetur víða um heim til dæmis í Rússlandi, Belgíu, Suður-Afríku og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Bout hefur yfirleitt notað rússneskar flutningaflugvélar til að smygla vopnum. Vitað er að Bout hefur selt ýmiss konar vopn en líkt og flestir vopnasmyglarar selur hann mest af minni vopnum, hríðskotabyssum, handsprengjum og þess háttar vopnum. Blóðugir demantar í Afríku Starfsemi Bouts í Afríku er lygasögu líkust. Í skýrslum Sameinuðu þjóðanna um ástandið í Angóla og Líberu er hann nefndur sérstaklega. Ýjað er að því að hann fái greitt í demöntum enda hefur hart verið barist um yfirráð yfir demantanámum í þessum ríkjum. Verslun með demanta frá þessum löndum er hins vegar með öllu óheimil, því er talið víst að hann hafi sett á laggirnar demanta-slípunarverksmiðjur, til dæmis í Kígali í Rúanda. Þegar búið er að slípa demanta er ekki hægt að greina hvaðan þeir koma og því ekki hægt að stöðva verslun með þá. Vitneskjan um ólöglega vopnasölu Bout í Afríku vakti hins vegar ekki áhuga bandarískra yfirvalda á honum. Það var ekki fyrr en eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september sem bandaríska leyniþjónustan hóf að kanna hvað væri til í meintum tengslum Bouts við Talibana í Afganistan en af og til höfðu birst fréttir um þessi tengsl í fjölmiðlum. Í ágúst árið 1995 greindi franska fréttastofan AFP til að mynda frá því að herþota Talíbana hefði neytt flugvél frá Transavia Export Cargo, sem var fyrirtæki í eigu Bouts, til að lenda í Kandahar í Afganistan. Talibanarnir, sem þá höfðu ekki enn steypt stjórnvöldum frá völdum, tóku farminn, 30 tonn af Kalashnikov-rifflum (AK 47), í vörslu sína. Í viðskiptum við Talibana Í byrjun janúar árið 2002 birti tímaritið Washington Monthly grein þar sem fullyrt er að Bout hafi setið beggja megin borðsins. Til að byrja með hafi hann stundaði viðskipti við ríkjandi stjórnvöld og hjálpaði þeim þannig í stríðinu við Talibana og aðra uppreisnarhópa. En síðar hafi hann hafið viðskipti við Talíbana. Í tímaritsgreininni er vitnað í heimildarmann sem þekkti Bout og sagði hann: "Bout er mjög framtakssamur. Þegar flugvélin var tekin notaði hann tækifærið til að semja við Talibanana." Nokkrum vikum eftir að tímaritsgreinin birtist greindi dagblaðið Los Angeles Times frá því að Bout væri með starfsemi í Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Var hann sagður einn af eigendum flugfélagsins Flying Dolphin sem flygi tvisvar í viku með hergögn, varahluti í herflugvélar og vopn, til höfuðstöðva Talíbana í Kandahar. Skráður eigandi flugfélagsins var hins vegar Abdullah bin Zayed al Sagr al Nahyan sem hafði verið sendiherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna í Bandaríkjunum frá 1989 til 1992. Nahyan var sagður náinn samstarfsmaður Bouts. Í skýrslu, sem bandaríska stofnunin Center for Public Integrity í Washington birti, er talið að Bout hafi hagnast um þrjá milljarða króna á viðskiptum sínum við Afgana. Í skýrslunni sem byggir að hluta á belgískum leyniskjölum er sagt að ekki hafi sannast að Bout hafi átt bein viðskipti við al-Kaída. En vegna tengsla Talibana og al-Kaída sé ljóst að einhver hergögn sem keypt hafi verið af Bout hafi endað í höndum liðsmanna Osama bin Laden. Bara venjulegur viðskiptamaður Í kjölfar þess að belgíska lögreglan réðst inn í átján íbúðir meintra lögbrjóta snemma árs 2002 og handtók meðal annars náinn samstarfsmann Bout, Sanjivan Ruprah, var Bout ákærður fyrir peningaþvætti. Vegna meintra tengsla Bout við al-Kaída og ólöglega vopnasölu til hryðjuverkamanna var nafn Bouts töluvert mikið í fjölmiðlum. Hann var eftirlýstur af Interpol og bandarískum yfirvöldum sem töldu hann vera í felum í Moskvu. Bout sá sig knúinn til að svara ásökununum og í viðtali við rússnesku útvarpsstöðina Ekho Moskvy sagðist hann alsaklaus. Hann væri bara venjulegur viðskiptamaður og allar ásakanir á hendur sér væru í Hollywood-stíl. Á sama tíma og Bout var í viðtalinu barst fréttatilkynning frá Rússlandsdeild Interpol þar sem sagt var að vegna gruns um að Bout hefði selt al-Kaída vopn hefði hans verið leitað í fjögur ár í Rússlandi. Í tilkynningunni sagði enn fremur: "Í dag getum við sagt með vissu að Bout er ekki í Rússlandi." Fáeinum dögum seinna barst leiðrétting frá Rússnesku öryggislögreglunni (Russian Federal Security Service) þar sem sagði: "Það er engin ástæða til að ætla að þessi rússneski þegn hafi brotið lög." Frjáls eins og fuglinn Eins og fyrr sagði eru skilin milli lögmætra vopnasala og vopnasmyglara oft óljós. Ágætt dæmi um það er að árið 1993 flutti Transavia, eitt flutningafyrirtækja Bout, vopn til belgískra friðargæsluliða í Sómalíu. Vegna stöðu sinnar innan rússnesku mafíunnar er talið að Bout hafi gríðarlega sterk ítök á ýmsum sviðum rússnesks samfélags. Victor Anatoliyevich Bout gengur enn frjáls ferða sinna.
Innlent Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira