Innlent

Aukið fjármagn til kvikmyndagerðar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. 
Á verðlaunahátíð Eddunnar á sunnudagskvöld tilkynnti menntamálaráðherra kvikmyndagerðarmönnum um aukin framlög til kvikmyndagerðar og framleiðslu á sjónvarpsefni.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Á verðlaunahátíð Eddunnar á sunnudagskvöld tilkynnti menntamálaráðherra kvikmyndagerðarmönnum um aukin framlög til kvikmyndagerðar og framleiðslu á sjónvarpsefni.

Við afhendingu Edduverðlaunanna á sunnudagskvöld tilkynnti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að hún hygðist auka fjárframlög til kvimyndagerðar.

"Ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka þessi framlög á næsta ári," segir Þorgerður Katrín. Hún segir að fjárlagarammi ársins 2006 þurfi að vera sterkur í ljósi efnahagsástands, en hún sjái þó fyrir sér stighækkandi framlög til ársins 2009.

"Það á eftir að ræða nánar útfærsluna á þessum framlögum og það verður haft samráð við kvikmyndagerðarmenn um það hvaða markmiðum við viljum ná." Þorgerður Katrín segist áður hafa lýst þeirri skoðun sinni að hún vilji sjá aukningu í framleiðslu á sjónvarpsefni, jafnvel þó að það sé háð einhverjum takmörkunum. "Ég vil líta heildstætt á málið og er meðal annars að hugsa til Kvikmyndaskóla Íslands ásamt öðrum þáttum," segir ráðherrann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×