Innlent

Mál Orkunnar enn í skoðun

Bensínorkan. Samkeppnisstofnun íhugar að taka aftur upp mál Orkunnar vegna samráðs olíufélaganna.
Bensínorkan. Samkeppnisstofnun íhugar að taka aftur upp mál Orkunnar vegna samráðs olíufélaganna.

Samkeppniseftirlitið hefur til athugunar hvort ástæða sé til að hefja sjálfstæða rannsókn á hlut Bensínorkunnar í ólöglegu samráði olíufélaganna. Félaginu var tilkynnt um þetta bréfleiðis eftir úrskurð áfrýjunar­nefndar Samkeppnis­mála í lok janúar, en í honum var talið að ekki hefði verið gætt andmælaréttar Bensínorkunnar.

Því var fallist á kröfu um niðurfellingu fjörutíu mill­jón króna sektarúrskurðar sam­keppnis­ráðs frá því í október 2004.

Guðmundur Sigurðsson, for­stöðu­­maður hjá Sam­keppnis­­eftirlitinu, segir hafa verið litið svo á að mál Orkunnar ættu samleið með málum Skeljungs.

"Og frá lögmönnum Skeljungs, sem við skrifuðum sem meirihluta­eiganda í Orkunni, fengum við ekki ábendingar um annað en þeir myndu taka til varna fyrir fyrirtækið. Svo var öðru haldið fram við áfrýjunarnefnd, það er að Samkeppnis­stofnun hefði aldrei snúið sér til Bensínorkunnar", segir hann og bætir við að stofnunin hafi snúið sér til Bensín­orkunnar á ný skömmu eftir niðurstöðu úrskurðar­nefndarinnar.

Guðmundur segir Orkuna í svari til stofnunarinnar hafa haft uppi sjónarmið um fyrningu mála. En frekari afstaða í málinu hefur ekki verið tekin, segir hann og treysti sér ekki til að segja til um hvenær ákvörðunnar kynni að vera að vænta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×