Innlent

Ágætlega að verki staðið

Guðjón Arnar Kristjánsson
Guðjón Arnar Kristjánsson

"Ég tel það mik­inn ávinning fyrir verka­lýðs­hreyf­inguna að hafa náð þessu fram um lífeyrissjóðina," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, for­maður Frjálslynda flokksins um samkomulag Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins.

"Þarna var ágætlega að verki staðið, enda hefðu lífeyrissjóðirnir ella orðið að skerða aðrar greiðslur, þar á meðal ellilífeyri."

Guðjón fagnar því að nást skyldi saman og telur það mjög til góða fyrir þjóðfélagið.

"Betra er að gengið rúlli rólega niður frekar en að það fari niður á við í einhverju heljarstökki með tilheyrandi kjaraskerðingu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×