Innlent

Stjórnvöld fá svigrúm

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

"Ég fagna því auðvitað að náðst hafi niðurstaða," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar.

"Eina ferðina enn gefa aðilar vinnumarkaðarins stjórnvöldum svigrúm og mikilvægt að stjórnvöld noti það af mikilli ábyrgð," segir hún og telur ljóst að óstjórn í efnahagsmálum hafi verið rót vandans.

"Aðilar vinnumarkaðarins voru ekki ábyrgir fyrir því að samningar voru að bresta, heldur ríkisstjórnin, og því eðlilegt að hún kæmi að málinu."

Ingibjörg telur mikilvæg grundvallarmál hafa náðst fram, svo sem tekjutengingu atvinnuleysisbóta og aukið jafn­ræði í lífeyrissjóðssmálum. "Skrefin eru kannski ekki stór, en þau eru mikilvæg."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×