Innlent

Nafn mannsins sem lést

Róbert Þór Ragnarsson
Róbert Þór Ragnarsson

Maðurinn sem lést í vinnuslysi á athafnasvæði álvers­ins í Straumsvík um miðjan dag á mánudag hét Róbert Þór Ragnars­son, búsettur í Kópa­vogi. Róbert Þór var 39 ára gamall og lætur eftir sig sam­býlis­konu.

Hann var starfsmaður fyrir­tækisins Stálafls Orkuiðnaðar í Garðabæ.

Í tilkynningu lögreglunnar í Hafnar­firði kemur fram að klukk­an 14:37 á mánudaginn hafi lög­reglu borist tilkynning um alvar­legt vinnuslys á athafnasvæði ál­vers­ins. Maður hafði runnið ofan af bárujárnsklæddu þaki kerskála þar sem hann var við vinnu.

Lögregla segir talið að Róbert Þór hafi látist samstundis, en frek­ari rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×