Innlent

Lögbann Style fellt úr gildi

Héraðsdómur Reykja­vík­ur hefur fellt úr gildi lögbann Sýslu­mannsins á Ísafirði á að 3X stál ehf. höndlaði með ákveðna gerð flokkunarvéla í fiskvinnslu. Fyrir­tækið Style ehf. fór fram á lög­bannið í krafti einkaleyfis á flokk­un­ar­búnaði sínum.

Dómurinn, sem kveðinn var upp síðasta föstudag, gerði Style einnig að greiða 3X stáli tvær millj­ónir króna í málskostnað. Dómurinn taldi ekki brotið gegn einkaleyfi Style með upp­setn­ingu 3X á flokkunarbúnaði hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í Súða­vík, enda væri "um að ræða tæknilega ólíkar leiðir við lausn innmötunar fyrir rækju á hrygg­bönd stærðarflokkara".

Dóminn kváðu upp héraðsdóm­ar­ar­nir Jón Finnbjörnsson og Greta Baldursdóttir og Sveinn V. Árna­son vélaverkfræðingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×