Innlent

Málverk sem ekki má selja

Staðfest var fyrir helgi lög­bann sem Sýslumaðurinn í Reykja­vík lagði við því að mál­verk­in "Í júlí" og "Bláfjöll" eftir Einar Hákonarson yrðu seld.

Héraðsdómur Reykjavíkur við­ur­kenn­di eignarrétt mynd­listar­manns­ins að verkunum og gerði inn­flutn­ings­fyrir­tækinu Karli K. Karls­syni hf. að skila þeim innan hálfs mánaðar, eða sæta 50.000 króna dagsektum ella.

Fyrirtækið vildi meina að mál­verk­in hefðu átt að ganga upp í húsa­leiguskuld þriðja aðila, meðan málarinn taldi að sá hefði ekki haft umboð til að ráðstafa verk­un­um á þann máta.

Dómurinn taldi ósannað að fyrir hafi legið samningur um ráðstöfun verkanna og því hafi ekki verið sýnt fram á að eignarréttur yfir þeim gæti hafa flust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×