Innlent

Leigurnar þrífast á höftunum

@Mynd -FoMed 6,5p CP:Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður Guðlaugur Þór telur hindranir óþarfar.
@Mynd -FoMed 6,5p CP:Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður Guðlaugur Þór telur hindranir óþarfar.

Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir skiptar skoðanir um það hvort beita skuli áfram aðgangstakmörkunum gagnvart fólk frá löndum sem nýlega hafa öðlast aðild að Evrópusambandinu. Tveggja ára takmörkun á innflutningi starfsmanna frá viðkomandi löndum rennur út næsta vor.

"Við munum fara yfir þetta á næstu vikum og mánuðum með aðilum vinnumarkaðarins. Við vorum sammála um það á sínum tíma að beita þessum takmörkunum og við þurfum að meta reynsluna," segir Árni. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók málið upp utan dagskrár á Alþingi í gær og vitnaði til nýlegrar skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar.

"Þessi skýrsla segir það í rauninni að það hafi ekki verið nein þörf á að leggja höft á ferðir fólks í atvinnuleit til landsins. Aðstreymið hefur farið eftir eftirspurn eftir vinnuafli í viðkomandi löndum og regluverkið skiptir síður máli. Þetta hefur haft jákvæð áhrif á efnahagslíf þessara landa. Merkilegast er að svo virðist sem höftin hafi stuðlað að því að starfsmannaleigur fái þrifist." "Við höfum nú þegar breytt vinnureglum um útgáfu atvinnuleyfa og það tekur nú skemmri tíma en áður að fá atvinnuleyfi fyrir borgara þessara nýju aðildarríkja Evrópusambandsins," segir Árni Magnússon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×