Innlent

Í fararbroddi erfðafræðirannsókna

Höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar Starfsemi ÍE er ekki eingöngu bundin við erfðafræðirannsóknir. Margs konar þjónusta önnur er seld til viðskiptavina víðs vegar um heiminn og skapar stóran hluti þeirra tekna sem fyrirtækið fær.
Höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar Starfsemi ÍE er ekki eingöngu bundin við erfðafræðirannsóknir. Margs konar þjónusta önnur er seld til viðskiptavina víðs vegar um heiminn og skapar stóran hluti þeirra tekna sem fyrirtækið fær.

Vart þarf að kynna fyrir­tækið Íslenska erfðagreiningu, eða de­Code, fyrir Íslendingum. Það hefur nú starfað um allangt skeið undir stjórn Kára Stefánssonar og þótt saga þess hafi ekki alltaf verið dans á rósum þá er óumdeilt að fyrir­tækið er vel þekkt úti í löndum og Ísland er litið öfundaraugum af nágrannaþjóðunum fyrir að hafa tekið forystu meðal Norðurlandanna í erfðafræðirannsóknum.

Starfsemi ÍE felst í að nota niðurstöður erfðarannsókna til að þróa og markaðs­setja lyf við algengum sjúkdómum. Mörg fyrirtæki önnur í heiminum starfa á sama sviði en það sem gerir ÍE að nokkru frábrugðið öðrum slíkum er að þar er litið mest til rannsókna á stórum almennum sjúkdómum eins og til að mynda hjartaáföllum meðan mörg önnur einbeita sér að sjúkdómum sem ekki eru jafn algengir. Vísindamenn ÍE hafa náð að einangra fjölda erfðavísa í þessum tilgangi en sífellt bætist við þekkinguna og á þessari stundu fara fram erfðafræðarannsóknir á um 50 sjúkdómum. Þess utan er unnið að lyfjaþróun í átta verkefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×