Innlent

Brotajárn varnarliðsins

Kafbátaleitarflugvél af gerðinni P-3 Orion var rifin í brotajárn á varnarstöðinni í Keflavík í fyrradag. Vélin hefur staðið þar um árabil sem minnismerki en nú liggur leið hennar til Hringrásar þaðan sem hún verður send til endurvinnslu.

Kafbátaleitarvélar voru hér á landi á tímum kalda stríðsins en ekki þykir lengur ástæða til þess háttar eftirlits lengur. Engar leitarflugvélar eru því eftir á Íslandi, ekki einu sinni minnisvarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×