Innlent

Tveir takast á um efsta sætið

Hermann Óskarsson. Í kosningunum fyrir þremur árum var Hermann í 13 sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri en stefnir nú á fyrsta sætið.
Hermann Óskarsson. Í kosningunum fyrir þremur árum var Hermann í 13 sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri en stefnir nú á fyrsta sætið.

Samfylkingin á Akureyri heldur prófkjör í dag vegna sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári og eru kjörstaðir tveir, á Akureyri og í Hrísey. Skráðum félögum hefur fjölgað um 17,5 prósent á undanförnum tveimur vikum og eru alls 843 flokksfélagar á kjörskrá.

Alls taka 12 manns þátt í prófkjörinu, tíu Akureyringar og tveir Hríseyingar, en eingöngu er kosið um fjögur efstu sæti listans sem samkvæmt reglum prófkjörsins skulu skipuð tveimur konum og tveimur körlum.

Tveir frambjóðendur takast á um efsta sæti listans: Hermann Óskarsson, formaður kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi og starfandi deildarforseti heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri, og Hermann Jón Tómasson, áfangastjóri Verkmenntaskólans á Akureyri og varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. Oktavía Jóhannesdóttir, eini bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, tekur ekki þátt í prófkjörinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×