Innlent

Borgin krefst hærra verðs

Háspennulínur Landsvirkjunar.
Oddviti Sjálfstæðismanna telur að R-listinn hyggist ýta málinu til hliðar.
Háspennulínur Landsvirkjunar. Oddviti Sjálfstæðismanna telur að R-listinn hyggist ýta málinu til hliðar.

Mikið ber í milli í viðræðum fulltrúa ríkisins og Reykjavíkurborgar um sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun, en farið var yfir stöðu málsins á fundi borgarráðs í gær.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telja fulltrúar borgarinnar heildarmatsverð Landsvirkjunar of lágt, enda miðist það meðal annars við gamla orkusölusamninga við álframleiðendur. Bent er á að Orkuveita Reykjavíkur hafi á síðari árum náð betri orkusölusamningum en Landsvirkjun og horfa verði til framtíðarvirðis Landsvirkjunar.

Heildarmatsverð Landsvirkjunar er 56,4 milljarðar króna en Reykjavíkurborg á 45 prósenta hlut í fyrirtækinu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst vill Reykjavíkurborg hækka heildarmatsverð upp fyrir 60 milljarða króna sem gæfi borginni marga milljarða aukreitis fyrir hlutinn.

"Ef rétt verð fæst fyrir hlut borgarinnar í Landsvirkjun erum við ugglaust til í að standa að sölunni," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann telur nánast fullvíst að R-listinn hyggist nú ýta málinu til hliðar, meðal annars vegna andstöðu vinstri grænna sem vilja ekki með neinum hætti stuðla að einkavæðingu Landsvirkjunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×