Innlent

Bubbi krefst milljónabóta

Bubbi Morthens hefur stefnt 365 prentmiðlum og Garðari Erni Úlfarssyni, fyrrverandi ritstjóra tímaritsins Hér og nú, vegna umfjöllunar um sig og myndbirtingar henni tengdri. Bubbi krefst þess að ummæli sem fram koma í fyrirsögnum blaðsins verði dæmd dauð og ómerk auk skaðabóta upp á tuttugu milljónir.

Umfjöllunin sem um ræðir er frá því í 16. júní en þá birti blaðið myndir af Bubba með sígarettu undir fyrirsögninni "Bubbi fallinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×