Innlent

Óleyfileg framboðsauglýsing

Auglýsingaskilti í óleyfi. Bæjarráðsmaður hefur hengt upp skilti í óleyfi í Kópavogi. Bæjarráð  tekur það mál fyrir á fundi sínum í dag.
Auglýsingaskilti í óleyfi. Bæjarráðsmaður hefur hengt upp skilti í óleyfi í Kópavogi. Bæjarráð tekur það mál fyrir á fundi sínum í dag.

"Okkur hefur borist formleg kvörtun vegna þessa skiltis og hún verður rædd á bæjarráðsfundi í dag og að honum loknum á ég von á því að bæjarstarfsmenn rífi það niður," segir Hansína Á. Björgvinsdóttir, formaður bæjarráðs í Kópavogi. Þar í bæ hefur Ómar Stefánsson, sem sjálfur situr í bæjarráði og er prófkjörsframbjóðandi á lista Framsóknarflokksins, hengt auglýsingaskilti á girðingu í eigu bæjarins.

Slíkt er óheimilt nema með leyfi bæjaryfirvalda en það leyfi hefur ekki fengist. "Ég vissi reyndar ekki af þessari grein í lögreglusamþykktinni sem bannar þetta svo ég þarf kannski að endurskoða þetta," segir frambjóðandinn.

"Það er reyndar löng hefð fyrir því að auglýsingar sem eiga erindi við bæjarbúa í skamma stund fái að vera víða um bæinn, ég þekki það vel því ég sat í byggingarnefnd og skipulagsnefnd. Í þessu tilfelli spurði ég nágranna hvort ég mætti hengja auglýsinguna upp og það var auðsótt mál. Ég veit að þeir sem hafa kvartað við bæjaryfirvöld eru aðrir frambjóðendur eða aðrir tengdir þeim." Hansína undrar sig á því að maður sem starfað hefur árum saman í bæjarmálum skuli ekki vita að svona lagað sé óheimilt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×