Innlent

Íslendingar í fremstu röð

Hamingjusemi Íslendinga er viðbrugðið.
Hamingjusemi Íslendinga er viðbrugðið.

Íslendingar mælast enn í hópi hamingjusömustu þjóða heims samkvæmt nýjum mælingum World Database of Happiness. Danir tróna á toppnum ásamt Svisslendingum og Möltubúum með 8,0 í hamingjueinkunn.

Íslendingar fylgja fast á eftir með frændum sínum Írum með 7,8. Af Norðurlandaþjóðum eru Norðmenn óhamingjusamastir með 7,4 í einkunn en þeir geta þó vel við unað miðað við óhamingjusömustu þjóðir heims sem eru Tansaníumenn og íbúar Zimb­­abve sem einungis mælast með 3,4 í hamingjueinkunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×