Innlent

Áramótum fagnað á Ísafirði

Taílendingar á norðanverðum Vestfjörðum fögnuðu áramótum á Ísafirði í dag. Gengið var í skrúðgöngu frá sjúkrahúsinu niður að Grunnskóla Ísafjarðar þar sem sýslumaður setti hátíðina en hún kallast „Songra-hátíð“. Þar var boðið upp á taílensk skemmtiatriði, þar á meðal taílenskan dans. Hátíðin var haldin í samvinnu við Rætur sem er áhugamannafélag um fjölmenningu á Vestfjörðum. Andrea Sompit Siengboon segir Íslendinga taka vel á móti Taílendingum, enda sé þjóðin indæl. Þó verði vart einhverra fordóma en þá sé að finna hjá öllum sem ekki hafi kynnt sér aðra menningarheima. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×