Innlent

Sendi kaþólsku kirkjunni tóninn

Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur Fírkirkjunnar í Reykjavík, sagði kaþólsku kirkjuna fara gegn vilja Guðs og lífinu sjálfu í predikun sinni í gær. Líkti hann afstöðu hennar til getnaðarvarna við "dauðastefnu" frekar en stefnu til lífs og sagði afturhaldssemina ráða för. Hjörtur Magni sagði kaþólsku kirkjustofnunina berjast gegn jafnræði kynjanna, gegn því að trúarhefðin og ritningarnar séu túlkaðar út frá reynsluheimi kvenna og að konur eigi ekki að vera jafn réttháar körlunum sem halda um völdin innan stofnunarinnar. Slíkt sé andstætt sannri kristni. "Kristur segir aftur á móti í ritningunum að engin munur skuli vera á konum og körlum. Eru konur ekki skapaðar í Guðs mynd eins og karlar? Jú, vissulega eru þær það. Eigum við að trúa því að konur hafi verið skapaðar með minni dómgreind en karlar? Því trúum við ekki," sagði hann meðal annars. Vali kardinálanna á nýjum páfa lýsti fríkirkjupresturinn svo: "Fyrir örfáum dögum valdi hópur aldraðra karla nýjan páfa. Þetta var lokaður hópur einhleypra karla sem lifa og hrærast í íhaldssömum hugarheimi miðalda."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×