Innlent

Lentu í olíu á hafi úti

"Við höfum í raun engar skýringar á þessu aðrar en þær að þeir fuglar sem þarna um ræðir hafi lent í olíubrák úti á hafi," segir Helgi Jensson, forstöðumaður framkvæmda- og eftirlitssviðs hjá Umhverfisstofnun. Fjölmargir tilkynntu um svartfugla útataða í olíu við Garðsskaga í gær en við rannsókn fannst ekkert athugavert. Aðrir fuglar á svæðinu voru hreinir og draga menn þá ályktun að svartfuglarnir hafi lent í olíubrák á hafi úti. Engin olíubrák hafi sést við Garðsskaga en til öryggis mun Landhelgisgæslan hafa eftirlit með svæðinu næstu daga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×