Nýtt sveitarfélag í uppsiglingu 24. apríl 2005 00:01 Líklegt er að Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur og Kolbeinsstaðahreppur verði sameinuð í eitt sveitarfélag. Í kosningum á laugardag samþykkti meirihluti íbúa sameiningu sveitarfélaganna fjögurra og Skorradalshrepps að auki en Skorrdælingar felldu. Þar sem sameiningin var samþykkt af meirihluta allra íbúa þarf að kjósa aftur í Skorradal. Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti Borgarfjarðarsveitar og formaður sameiningarnefndar, kveðst sæll og glaður með úrslit kosninganna en viðurkennir að heldur hefði hann kosið að hafa Skorradal með. "Við bíðum eftir seinni kosningunni þar og ég skora á fólk að fara vel yfir málið og sjá hvort það eigi ekki betur heima með okkur en að standa eitt og sér," segir Sveinbjörn en vill engu spá um niðurstöðurnar. Hann telur þó litlu skipta fyrir hugsanlegt nýtt sveitarfélag hvort Skorradalur verður með eður ei. "Við náum fram langmestu af þeirri hagræðingu og þeim breytingum sem við ætluðum okkur með þessum fjórum sem samþykktu. En Skorradalurinn verður þá enn meira eyland á eftir. Þar eru 65 íbúar og þó að nálægðin og fámennið kunni kannski að vera notalegt á stundum getur það einnig verið mjög grimmt þegar svo ber undir." Hver sem úrslitin verða er nýtt og öflugt sveitarfélag norðan Skarðsheiðar í farvatninu, í það minnsta finnst Sveinbirni mjög líklegt að sveitarfélögin sem samþykktu sameinist. Í því byggju nálega 3.500 íbúar og yrði það fjórtánda fjölmennasta sveitarfélag landsins og það sjöunda fjölmennasta utan höfuðborgarsvæðisins. Sveinbjörn segir helstu kosti sameinaðs sveitarfélags liggja í öflugu stoðkerfi til þjónustu við íbúana, sérstaklega í minni sveitarfélögunum. "Í annan stað held ég að styrkur þessarar sameiningar liggi í samkeppni við önnur sveitarfélög um fólk og fyrirtæki. Ég tel að það sé engin tilviljun hve mikið er að gerast í Árborg, Fjarðabyggð, Skagafirði og á Suðurnesjum. Þar sjáum við beina afleiðingu af sameiningu sveitarfélaga þar sem boðið er upp á þjónustu sem fólk og fyrirtæki kunna að meta. Þess vegna vill fólk vera þar." Fréttir Innlent Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Líklegt er að Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur og Kolbeinsstaðahreppur verði sameinuð í eitt sveitarfélag. Í kosningum á laugardag samþykkti meirihluti íbúa sameiningu sveitarfélaganna fjögurra og Skorradalshrepps að auki en Skorrdælingar felldu. Þar sem sameiningin var samþykkt af meirihluta allra íbúa þarf að kjósa aftur í Skorradal. Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti Borgarfjarðarsveitar og formaður sameiningarnefndar, kveðst sæll og glaður með úrslit kosninganna en viðurkennir að heldur hefði hann kosið að hafa Skorradal með. "Við bíðum eftir seinni kosningunni þar og ég skora á fólk að fara vel yfir málið og sjá hvort það eigi ekki betur heima með okkur en að standa eitt og sér," segir Sveinbjörn en vill engu spá um niðurstöðurnar. Hann telur þó litlu skipta fyrir hugsanlegt nýtt sveitarfélag hvort Skorradalur verður með eður ei. "Við náum fram langmestu af þeirri hagræðingu og þeim breytingum sem við ætluðum okkur með þessum fjórum sem samþykktu. En Skorradalurinn verður þá enn meira eyland á eftir. Þar eru 65 íbúar og þó að nálægðin og fámennið kunni kannski að vera notalegt á stundum getur það einnig verið mjög grimmt þegar svo ber undir." Hver sem úrslitin verða er nýtt og öflugt sveitarfélag norðan Skarðsheiðar í farvatninu, í það minnsta finnst Sveinbirni mjög líklegt að sveitarfélögin sem samþykktu sameinist. Í því byggju nálega 3.500 íbúar og yrði það fjórtánda fjölmennasta sveitarfélag landsins og það sjöunda fjölmennasta utan höfuðborgarsvæðisins. Sveinbjörn segir helstu kosti sameinaðs sveitarfélags liggja í öflugu stoðkerfi til þjónustu við íbúana, sérstaklega í minni sveitarfélögunum. "Í annan stað held ég að styrkur þessarar sameiningar liggi í samkeppni við önnur sveitarfélög um fólk og fyrirtæki. Ég tel að það sé engin tilviljun hve mikið er að gerast í Árborg, Fjarðabyggð, Skagafirði og á Suðurnesjum. Þar sjáum við beina afleiðingu af sameiningu sveitarfélaga þar sem boðið er upp á þjónustu sem fólk og fyrirtæki kunna að meta. Þess vegna vill fólk vera þar."
Fréttir Innlent Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira