Stjórvöld stjórna mannréttindum 25. mars 2005 00:01 Mannréttindaskrifstofa Íslands fær skilyrt styrktarfé að upphæð 2,2 milljónir króna frá dómsmálaráðuneytinu. Er það eina féð sem stjórnvöld hafa tryggt skrifstofunni einni sem áður var á fjárlögum. Brynhildur Flóvenz, stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofunnar, segir erfitt að meta af hverju styrkurinn er skilyrtur. "Auðvitað freistast maður til að halda að stjórnvöldum finnist einfaldlega óþægilegt að svona starfsemi sé í gangi og vilji ekki styðja skrifstofu sem fylgist með þeim," segir Brynhildur. Hún bendir á að stjórnvöld hafi ekki kosið að styrkja umsagnir um lagafrumvörp á Alþingi og skýrslu til Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi hér á landi. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra segir stjórnvöld engan ama hafa af starfi Mannréttindaskrifstofu Íslands. "Með þessum styrk er ætlunin að auðvelda henni starfið. Þykir mér miður ef styrkveitingin veldur skrifstofunni vandræðum, en ráðuneytið var í góðri trú um að umsóknin tæki mið af þeim verkefnum sem skrifstofan teldi mikilvægt að sinna," segir Björn. Valin hafi verið verkefni úr umsókn skrifstofunnar og ákveðið að veita fé til að styrkja þau. Brynhildur segir að fénu eigi að verja í ritröð sem skrifstofan gefi út, gerð fræðsluefnis og að hluta þýðingu úr Mannréttindasáttmála Evrópu: "Það á ekki að vera á höndum stjórnvalda hvaða verk eru unnin á skrifstofunni og hver ekki." Dómsmálaráðuneytið veitti skrifstofunni og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands einnig 650 þúsund króna styrk til að ræða tíu ára afmæli mannréttindaákvæðis stjórnarskrárinnar. Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Mannréttindaskrifstofa Íslands fær skilyrt styrktarfé að upphæð 2,2 milljónir króna frá dómsmálaráðuneytinu. Er það eina féð sem stjórnvöld hafa tryggt skrifstofunni einni sem áður var á fjárlögum. Brynhildur Flóvenz, stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofunnar, segir erfitt að meta af hverju styrkurinn er skilyrtur. "Auðvitað freistast maður til að halda að stjórnvöldum finnist einfaldlega óþægilegt að svona starfsemi sé í gangi og vilji ekki styðja skrifstofu sem fylgist með þeim," segir Brynhildur. Hún bendir á að stjórnvöld hafi ekki kosið að styrkja umsagnir um lagafrumvörp á Alþingi og skýrslu til Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi hér á landi. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra segir stjórnvöld engan ama hafa af starfi Mannréttindaskrifstofu Íslands. "Með þessum styrk er ætlunin að auðvelda henni starfið. Þykir mér miður ef styrkveitingin veldur skrifstofunni vandræðum, en ráðuneytið var í góðri trú um að umsóknin tæki mið af þeim verkefnum sem skrifstofan teldi mikilvægt að sinna," segir Björn. Valin hafi verið verkefni úr umsókn skrifstofunnar og ákveðið að veita fé til að styrkja þau. Brynhildur segir að fénu eigi að verja í ritröð sem skrifstofan gefi út, gerð fræðsluefnis og að hluta þýðingu úr Mannréttindasáttmála Evrópu: "Það á ekki að vera á höndum stjórnvalda hvaða verk eru unnin á skrifstofunni og hver ekki." Dómsmálaráðuneytið veitti skrifstofunni og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands einnig 650 þúsund króna styrk til að ræða tíu ára afmæli mannréttindaákvæðis stjórnarskrárinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira