Lögreglufréttir 25. mars 2005 00:01 Tíu keyra of hratt Tíu ökumenn voru teknir á of miklum hraða á Vesturlandsvegi við Borgarnes á fimmtudag. Voru ökumennirnir á 110 til 125 kílómetra hraða. Lögreglan í Borgarnesi sagði ökumenn hafa verið rólegri í gær en umferð heldur mikla. Fá skip á sjó Alls voru 88 skip á sjó föstudaginn langa. Eru þá öll skip talin með og segir vaktmaður Tilkynningarskyldu skipa að mest muni um togarana, sem ekki er skylt að vera heima um páska eins og um jól. Rólegt í Reykjavík Fjórir gistu fangageymslur lögreglunnar í fyrrinótt. Lögreglan í Reykjavík segir að rólegt hafi verið í höfðuborginni aðfaranótt föstudags enda skemmtistöðum skylt að loka á miðnætti. Þrír stútar undir stýri Þrír ökumenn voru stöðvaðir í Keflavík aðfaranótt fimmtudags grunaðir um ölvun við akstur. Einn gisti fangageymslur vegna heimilisófriðar og einn var kærður fyrir hraðakstur á Njarðvíkurbraut í Njarðvík. Klukkan níu að morgni fimmtudags var tilkynnt um að keyrt hefði verið á kyrrstæðan bíl og ekið burt. Kom eigandi að bílnum sínum skemmdum á vinstri afturhurð. Grjóti hent í bíl Maður kastaði grjóti í rúðu bíls af gerðinni Opel Vectra og brotnaði rúðan. Stóð bíllinn fyrir utan skemmtistaðinn Paddýs á Hafnargötu í Keflavík og var lögreglan kölluð þangað klukkan hálf þrjú aðfaranótt föstudags. Tugir teknir við Blönduós Á þriðja tug ökumanna voru teknir fyrir of hraðan akstur um Húnavatnssýslurnar á fimmtudag og um fimmtán í gær. Lögreglan segir umferðina mikla en að hún hafi gengið vel. Keyra snjó í bæinn Lögreglan á Ísafirði fylgdist með skíðavikunni og rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður sem haldin er þar um páskahelgina. Fjölmargir eru í bænum og segir lögreglan allt hafa farið vel fram. Grípa hafi þurft til þess ráðs að keyra snjóinn í bæinn á vörubílum svo hægt sé að leika snjóbrettakúnstir fyrir áhorfendur þar sem veðrið sé mjög gott og bærinn snjólaus. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Tíu keyra of hratt Tíu ökumenn voru teknir á of miklum hraða á Vesturlandsvegi við Borgarnes á fimmtudag. Voru ökumennirnir á 110 til 125 kílómetra hraða. Lögreglan í Borgarnesi sagði ökumenn hafa verið rólegri í gær en umferð heldur mikla. Fá skip á sjó Alls voru 88 skip á sjó föstudaginn langa. Eru þá öll skip talin með og segir vaktmaður Tilkynningarskyldu skipa að mest muni um togarana, sem ekki er skylt að vera heima um páska eins og um jól. Rólegt í Reykjavík Fjórir gistu fangageymslur lögreglunnar í fyrrinótt. Lögreglan í Reykjavík segir að rólegt hafi verið í höfðuborginni aðfaranótt föstudags enda skemmtistöðum skylt að loka á miðnætti. Þrír stútar undir stýri Þrír ökumenn voru stöðvaðir í Keflavík aðfaranótt fimmtudags grunaðir um ölvun við akstur. Einn gisti fangageymslur vegna heimilisófriðar og einn var kærður fyrir hraðakstur á Njarðvíkurbraut í Njarðvík. Klukkan níu að morgni fimmtudags var tilkynnt um að keyrt hefði verið á kyrrstæðan bíl og ekið burt. Kom eigandi að bílnum sínum skemmdum á vinstri afturhurð. Grjóti hent í bíl Maður kastaði grjóti í rúðu bíls af gerðinni Opel Vectra og brotnaði rúðan. Stóð bíllinn fyrir utan skemmtistaðinn Paddýs á Hafnargötu í Keflavík og var lögreglan kölluð þangað klukkan hálf þrjú aðfaranótt föstudags. Tugir teknir við Blönduós Á þriðja tug ökumanna voru teknir fyrir of hraðan akstur um Húnavatnssýslurnar á fimmtudag og um fimmtán í gær. Lögreglan segir umferðina mikla en að hún hafi gengið vel. Keyra snjó í bæinn Lögreglan á Ísafirði fylgdist með skíðavikunni og rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður sem haldin er þar um páskahelgina. Fjölmargir eru í bænum og segir lögreglan allt hafa farið vel fram. Grípa hafi þurft til þess ráðs að keyra snjóinn í bæinn á vörubílum svo hægt sé að leika snjóbrettakúnstir fyrir áhorfendur þar sem veðrið sé mjög gott og bærinn snjólaus.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira