Sorglegt tap gegn Króötum 25. mars 2005 00:01 Ég er afar ánægður og stoltur með strákana. Þeir léku frábærlega vel en því miður náðum við ekki að innbyrða stig sem við áttum sannarlega skilið," sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs Íslands við Fréttablaðið í Zagreb í gær eftir að Íslendingar töpuðu fyrir Króatíu, 2-1, í undankeppni HM. Króatar höfðu unnið alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni en Ísland tvo og tapað tveimur. Íslenska liðið spilaði feikilega vel skipulagðan varnarleik sem Króatar lentu í vandræðum með. Völlurinn var erfiður yfirferðar, breyttist í hálfgert drullusvað en Eyjólfur sagði að það hefði frekar komið niður á sínum mönnum sem flestir hafa verið að æfa á gervigrasi í vetur. Sigmundur Kristjánsson skoraði fyrir Ísland á 41. mín. beint úr aukaspyrnu utan af kanti. Tyrkneskur dómari leiksins dæmdi markið af þar sem um óbeina aukaspyrnu var að ræða og sagði að enginn hefði snert boltann á leiðinni í markið. Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði, sagði við Fréttablaðið að dómurinn hefði verið fáránlegur, ekki ætti að dæma óbeina aukaspyrnu fyrir venjulegt leikbrot úti á velli auk þess sem Sölvi Geir Ottesen snerti boltann á leiðinni í markið. Eyjólfur tók undir þetta og sagðist engan veginn átta sig á því hvað dómarinn var að fara. En tveimur mínútum síðar kom Ingvi Rafn Guðmundsson Íslendingum yfir, hann slapp einn í gegn eftir snilldar sendingu Hannesar Þ. Sigurðssonar og lagði boltann snyrtilega í nærhornið. En í uppbótartíma í fyrri hálfleik náðu Króatar að jafna metin eftir hornspyrnu frá bakverðinum Neven Vukman. ,,Það var gríðarlegt áfall að fá þetta mark á sig. Hugsanlega var þetta vendipunktur í leiknum," sagði Ólafur Ingi. Hannes hóf síðari hálfleikinn á því að þruma boltanum í utanverða stöngina af stuttu færi. Þá skallaði Tryggvi Bjarnason yfir markið úr dauðafæri. En um miðjan hálfleikinn gerðu Króatar breytingar á liðinu sínu og breyttu úr 4-4-2 í 3-5-2. Þetta gerði gæfumuninn því eftir fyrirgjöf af hægri vængnum skoraði varamaðurinn Mladen Bartulovic sigurmarkið 10 mínútum fyrir leikslok. Hannes brenndi af góðu færi á lokamínútu leiksins og Króatar fögnuðu sigri og eru með fullt hús stiga, eða 12. Besti maður Króata, Eduardo Da Silva sem er Brasilíumaður og fékk króatískt vegabréf fyrir fjórum árum, lék ekki með ungmennaliði Króatíu, hann er einnig í A landsliðshópnum og talið að hann verði jafnvel í byrjunarliðinu í dag. Sölvi Geir Otteson, Tryggvi Bjarnason, Davíð Þór Viðarsson og Hannes Þ. Sigurðsson voru bestu menn íslenska liðsins. Ingvi Rafn átti góða spretti en vandamál íslenska liðsins var að of mikið lak í gegnum bakverðina. Engu að síður geta strákarnir borið höfuðið hátt þrátt fyrir tapið. Íslenski handboltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sjá meira
Ég er afar ánægður og stoltur með strákana. Þeir léku frábærlega vel en því miður náðum við ekki að innbyrða stig sem við áttum sannarlega skilið," sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs Íslands við Fréttablaðið í Zagreb í gær eftir að Íslendingar töpuðu fyrir Króatíu, 2-1, í undankeppni HM. Króatar höfðu unnið alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni en Ísland tvo og tapað tveimur. Íslenska liðið spilaði feikilega vel skipulagðan varnarleik sem Króatar lentu í vandræðum með. Völlurinn var erfiður yfirferðar, breyttist í hálfgert drullusvað en Eyjólfur sagði að það hefði frekar komið niður á sínum mönnum sem flestir hafa verið að æfa á gervigrasi í vetur. Sigmundur Kristjánsson skoraði fyrir Ísland á 41. mín. beint úr aukaspyrnu utan af kanti. Tyrkneskur dómari leiksins dæmdi markið af þar sem um óbeina aukaspyrnu var að ræða og sagði að enginn hefði snert boltann á leiðinni í markið. Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði, sagði við Fréttablaðið að dómurinn hefði verið fáránlegur, ekki ætti að dæma óbeina aukaspyrnu fyrir venjulegt leikbrot úti á velli auk þess sem Sölvi Geir Ottesen snerti boltann á leiðinni í markið. Eyjólfur tók undir þetta og sagðist engan veginn átta sig á því hvað dómarinn var að fara. En tveimur mínútum síðar kom Ingvi Rafn Guðmundsson Íslendingum yfir, hann slapp einn í gegn eftir snilldar sendingu Hannesar Þ. Sigurðssonar og lagði boltann snyrtilega í nærhornið. En í uppbótartíma í fyrri hálfleik náðu Króatar að jafna metin eftir hornspyrnu frá bakverðinum Neven Vukman. ,,Það var gríðarlegt áfall að fá þetta mark á sig. Hugsanlega var þetta vendipunktur í leiknum," sagði Ólafur Ingi. Hannes hóf síðari hálfleikinn á því að þruma boltanum í utanverða stöngina af stuttu færi. Þá skallaði Tryggvi Bjarnason yfir markið úr dauðafæri. En um miðjan hálfleikinn gerðu Króatar breytingar á liðinu sínu og breyttu úr 4-4-2 í 3-5-2. Þetta gerði gæfumuninn því eftir fyrirgjöf af hægri vængnum skoraði varamaðurinn Mladen Bartulovic sigurmarkið 10 mínútum fyrir leikslok. Hannes brenndi af góðu færi á lokamínútu leiksins og Króatar fögnuðu sigri og eru með fullt hús stiga, eða 12. Besti maður Króata, Eduardo Da Silva sem er Brasilíumaður og fékk króatískt vegabréf fyrir fjórum árum, lék ekki með ungmennaliði Króatíu, hann er einnig í A landsliðshópnum og talið að hann verði jafnvel í byrjunarliðinu í dag. Sölvi Geir Otteson, Tryggvi Bjarnason, Davíð Þór Viðarsson og Hannes Þ. Sigurðsson voru bestu menn íslenska liðsins. Ingvi Rafn átti góða spretti en vandamál íslenska liðsins var að of mikið lak í gegnum bakverðina. Engu að síður geta strákarnir borið höfuðið hátt þrátt fyrir tapið.
Íslenski handboltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sjá meira