Innlent

Skemmdir á skála eftir skothríð

Tilkynnt var um skemmdir á skála við Djúpavatn, m.a. eftir skothríð, í gær. Höfðu 20 rúður verið brotnar í skálanum auk salernis sem er í úthýsi. Þá höfðu tvær hurðir og tvö salerni verið brotin. Miklar skemmdir höfðu verið unnar á klæðningu skálans eftir skothríð og fundust 30 tóm haglaskot á vettvangi. Frá þessu greinir á vef Víkurfrétta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×