Innlent

Ráðinn forstjóri Fjármálaeftirlits

Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur ráðið Jónas Fr. Jónsson forstjóra eftirlitsins frá og með 18. júlí. Jónas hefur embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, LLM-próf frá háskólanum í Cambridge og MBA-próf frá Vlerick Leuven Gent Management School í Belgíu. Þá hefur hann lokið prófi í verðbréfamiðlun. Jónas hefur m.a. starfað sem framkvæmdastjóri innra markaðssviðs Eftirlitstofnunar EFTA í Brussel.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×