4 ár frá árásunum á Bandaríkin 11. september 2005 00:01 Í dag eru fjögur ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin. Minningarathafnir um fórnarlömbin verða haldnar víða í dag en þær verða lágstemmdar, enda eru Bandaríkjamenn rétt að átta sig á þeim hörmungum sem fellibylurinn Katrín olli í suðurhluta landsins. Klukkan fjórtán mínútur fyrir níu að morgni ellefta september árið 2001 var fullri farþegaflugvél flogið á annan tvíburaturnanna svökölluðu, World Trade Center, í New York. Nokkrum mínútum síðar var annarri vél flogið á hinn turninn og á endanum hrundu þeir báðir. Þriðju vélinni var flogið á varnarmálaráðuneytið Pentagon í Washington en sú fjórða brotlenti eftir að farþegar reyndu að yfirbuga flugræningjana. Henni var líklega ætlað að lenda á Hvíta húsinu. 2.749 manns fórust í New York þennan dag. Minningarathöfn verður haldin í dag við Ground Zero, lóðirnar þar sem turnarnir stóðu. Ættingjar þeirra sem létust munu þar lesa upp nafn hvers einasta fórnarlambs. Fjórum árum eftir þennan afdrifaríka dag er hægt að líta yfir sviðið og sjá afleiðingar árásanna. Bandaríkjaforseti lýsti yfir stríði - stríði gegn hryðjuverkum. Og þeir sem ekki væru með honum í liði væru á móti honum. Stríðinu lyki ekki fyrr en hver einasti hryðjuverkamaður hefði verið sigraður. Ráðist var inn í Afganistan og talíbanastjórninni komið frá en Afganistan var talið gróðrarstía og uppeldisstöð hryðjuverkasamtaka í heiminum. Bandaríkjamenn nutu mikillar samúðar og stuðnings fyrstu misserin eftir árásirnar en sá stuðningur þvarr þegar ákveðið var að ráðast inn í Írak. Forsprakki Al-Qaida samtakanna, sem stóðu á bak við árásirnar, Osama bin Laden, hefur aldrei náðst og það er óhætt að segja að stríðinu gegn hryðjuverkum sé hvergi nærri lokið ef því lýkur nokkru sinni - hryðjuverk á Vesturlöndum hafa aukist og nægir að nefna Madrid og Lundúnir í því sambandi. Minningarathafnir í Bandaríkjunum í dag eru auðvitað haldnar í skugga fellibylsins Katrínar og fórnarlamba hennar og eru því lágstemmdar að mörgu leyti. Byrjað er að byggja upp á svæðinu þar sem turnarnir stóðu en þar verður samgöngumiðstöð og svokallaður frelsisturn sem á að verða tilbúinn eftir sex ár, árið 2011. Erlent Fréttir Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Í dag eru fjögur ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin. Minningarathafnir um fórnarlömbin verða haldnar víða í dag en þær verða lágstemmdar, enda eru Bandaríkjamenn rétt að átta sig á þeim hörmungum sem fellibylurinn Katrín olli í suðurhluta landsins. Klukkan fjórtán mínútur fyrir níu að morgni ellefta september árið 2001 var fullri farþegaflugvél flogið á annan tvíburaturnanna svökölluðu, World Trade Center, í New York. Nokkrum mínútum síðar var annarri vél flogið á hinn turninn og á endanum hrundu þeir báðir. Þriðju vélinni var flogið á varnarmálaráðuneytið Pentagon í Washington en sú fjórða brotlenti eftir að farþegar reyndu að yfirbuga flugræningjana. Henni var líklega ætlað að lenda á Hvíta húsinu. 2.749 manns fórust í New York þennan dag. Minningarathöfn verður haldin í dag við Ground Zero, lóðirnar þar sem turnarnir stóðu. Ættingjar þeirra sem létust munu þar lesa upp nafn hvers einasta fórnarlambs. Fjórum árum eftir þennan afdrifaríka dag er hægt að líta yfir sviðið og sjá afleiðingar árásanna. Bandaríkjaforseti lýsti yfir stríði - stríði gegn hryðjuverkum. Og þeir sem ekki væru með honum í liði væru á móti honum. Stríðinu lyki ekki fyrr en hver einasti hryðjuverkamaður hefði verið sigraður. Ráðist var inn í Afganistan og talíbanastjórninni komið frá en Afganistan var talið gróðrarstía og uppeldisstöð hryðjuverkasamtaka í heiminum. Bandaríkjamenn nutu mikillar samúðar og stuðnings fyrstu misserin eftir árásirnar en sá stuðningur þvarr þegar ákveðið var að ráðast inn í Írak. Forsprakki Al-Qaida samtakanna, sem stóðu á bak við árásirnar, Osama bin Laden, hefur aldrei náðst og það er óhætt að segja að stríðinu gegn hryðjuverkum sé hvergi nærri lokið ef því lýkur nokkru sinni - hryðjuverk á Vesturlöndum hafa aukist og nægir að nefna Madrid og Lundúnir í því sambandi. Minningarathafnir í Bandaríkjunum í dag eru auðvitað haldnar í skugga fellibylsins Katrínar og fórnarlamba hennar og eru því lágstemmdar að mörgu leyti. Byrjað er að byggja upp á svæðinu þar sem turnarnir stóðu en þar verður samgöngumiðstöð og svokallaður frelsisturn sem á að verða tilbúinn eftir sex ár, árið 2011.
Erlent Fréttir Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira