Erlent

Sistani hvetur til fjöldagöngu

Æðsti sjítaklerkur Íraks, hvetur til fjöldagöngu til borgarinnar Najaf, á morgun, til þess að reyna að binda enda á átökin sem geisað hafa þar í borg, undanfarnar vikur. Ayatollah Ali al-Sistani nýtur meiri virðingar en nokkur annar klerkur, í Írak. Hann er hófsamur maður sem boðar frið og samvinnu milli ólíkra trúarbragða. Hann mun reyna að fá uppreisnarklerkinn Múktada al-Sadr, til þess að leggja niður vopn, og snúa sér að pólitískri baráttu. Írakar hafa áhyggjur af heilsu Sistani, þar sem hann sneri óvænt heim frá Bretlandi í dag, eftir að hafa gengist þar undir hjartaaðgerð. Læknar hans eru ekki hrifnir af fyrirætlunum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×