Sport

Jón Arnór til Rússlands

Jón Arnór Stefánsson, körfuboltamaður, hefur samið til eins árs við rússneska liðið Dynamo St. Petersburg og leikur með því í vetur. Jón er laus allra mála hjá Dallas Mavericks en í samtali við Vísi sagðist hann hafa orðið þreyttur á að fá ekkert að spila. "Ég sá ekki fram á að fá að leika mikið með Dallas í vetur og ákvað því að prófa eitthvað nýtt. Mér leist best á þessa rússnesku deild sem er ein sú sterkasta í Evrópu í dag. Ég fæ að spila fullt sem er mjög mikilvægt fyrir mig núna eftir að hafa setið á bekknum í heilt ár. Ég er mjög spenntur fyrir þessu".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×