Ný heimildamynd um Guðberg 22. nóvember 2004 00:01 Rithöfundur með myndavél – Óformleg ævisaga er heiti nýrrar heimildamyndar eftir Helgu Brekkan um rithöfundinn Guðberg Bergsson sem verður frumsýnd í Regnboganum annað kvöld, þriðjudaginn 23. nóvember kl. 18:00. Um er að ræða nokkurs konar ”óformlega ævisögu” rithöfundarins Guðbergs Bergssonar. Myndin byggir á super-8 kvikmyndum sem Guðbergur tók á ferðum sínum og þegar hann dvaldi lengi á Spáni og í Portúgal. Hann kvikmyndaði m.a. í Negulblómabyltingunni í Lissabon árið 1974 og við útför Francos í Madríd árið 1975. Þessar myndir Guðbergs hafa ekki verið sýndar opinberlega áður. Í myndinni eru einnig nýjar kvikmyndatökur Guðbergs, en hann vinnur nú sjálfur að heimildamynd um listmálarann Gunnlaug Scheving. Einnig hefur hann oft kvikmyndað móðursystur sínar Valgerði og Sigrúnu í Grindavík. Heimabær Guðbergs Grindavík er miðpunktur myndarinnar en aðrir tökustaðir eru: Reykjavík, Madrid, Stokkhólmur og Lissabon. Á meðan á gerð myndarinnar stóð hlaut Guðbergur Norrænu bókmenntaverðlaun hinnar sænsku akademíu í Stokkhólmi. Í vor var hann kjörinn heiðursborgari Grindavíkur. Helga Brekkan er kvikmyndagerðarmaður sem býr og starfar í Svíþjóð. Helga Brekkan og Guðbergur Bergsson munu svara spurningum úr sal að lokinni frumsýningu klukkan 18:00 í Regnboganum. Myndin er sýnd á dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem stendur nú dagana 17. – 25. nóvember. Leikstjórn og handrit myndarinnar var í höndum Helgu Brekkan. Klippingu annaðist Steinþór Birgisson. Myndin er gerð með stuðningi frá Kvikmyndastofnun Íslands - Kristínu Pálsdóttur og Svenska Filminstitutet - Hjalmar Palmgren. Nánari upplýsingar um Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík hátíðina er að finna á filmfest.is Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Terry Reid látinn Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Rithöfundur með myndavél – Óformleg ævisaga er heiti nýrrar heimildamyndar eftir Helgu Brekkan um rithöfundinn Guðberg Bergsson sem verður frumsýnd í Regnboganum annað kvöld, þriðjudaginn 23. nóvember kl. 18:00. Um er að ræða nokkurs konar ”óformlega ævisögu” rithöfundarins Guðbergs Bergssonar. Myndin byggir á super-8 kvikmyndum sem Guðbergur tók á ferðum sínum og þegar hann dvaldi lengi á Spáni og í Portúgal. Hann kvikmyndaði m.a. í Negulblómabyltingunni í Lissabon árið 1974 og við útför Francos í Madríd árið 1975. Þessar myndir Guðbergs hafa ekki verið sýndar opinberlega áður. Í myndinni eru einnig nýjar kvikmyndatökur Guðbergs, en hann vinnur nú sjálfur að heimildamynd um listmálarann Gunnlaug Scheving. Einnig hefur hann oft kvikmyndað móðursystur sínar Valgerði og Sigrúnu í Grindavík. Heimabær Guðbergs Grindavík er miðpunktur myndarinnar en aðrir tökustaðir eru: Reykjavík, Madrid, Stokkhólmur og Lissabon. Á meðan á gerð myndarinnar stóð hlaut Guðbergur Norrænu bókmenntaverðlaun hinnar sænsku akademíu í Stokkhólmi. Í vor var hann kjörinn heiðursborgari Grindavíkur. Helga Brekkan er kvikmyndagerðarmaður sem býr og starfar í Svíþjóð. Helga Brekkan og Guðbergur Bergsson munu svara spurningum úr sal að lokinni frumsýningu klukkan 18:00 í Regnboganum. Myndin er sýnd á dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem stendur nú dagana 17. – 25. nóvember. Leikstjórn og handrit myndarinnar var í höndum Helgu Brekkan. Klippingu annaðist Steinþór Birgisson. Myndin er gerð með stuðningi frá Kvikmyndastofnun Íslands - Kristínu Pálsdóttur og Svenska Filminstitutet - Hjalmar Palmgren. Nánari upplýsingar um Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík hátíðina er að finna á filmfest.is
Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Terry Reid látinn Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira