Lífið

Hita upp fyrir Metallica

"Við ætlum að hlusta á þungarokk og djamma frá níu til eitt," segir Guðni Rúnar Gunnarsson en Mínus krjúv ætlar að halda uppi stemningunni á Dillon í kvöld og hita upp fyrir tónleika Metallica. "Með hverjum seldum bjór verður afhent númer og svo verður dregið úr númerunum um miðnætti. Heppinn verðlaunahafi hlýtur svo tvo miða á Metallica-tónleikana sem haldnir verða á sunnudaginn í Egilshöll." Guðni segir gríðarlega stemningu hafa skapast fyrir Metallica. "Það eru allir orðnir mjög spenntir og því nauðsynlegt að hita upp með þungarokkskvöldi. Við Krummi í Mínus og Frosti Gringo þeytum skífum í kvöld og spilum gömlu góðu Metallicu-lögin í bland við annað þungarokk," segir Guðni en þremenningarnir eiga það allir sameiginlegt að hafa dýrkað Metallica síðan þeir voru litlir pollar. Dillon er hinn nýi samastaður Mínus krjúv. "Það er nýi rokkstaður bæjarins. Í gær var það Ellefan en í dag er það Dillon og við hvetjum alla síðhærða þungarokkara landsins til að koma og slamma með okkur í kvöld. Þetta verður partí ársins fyrir þungarokkara," segir Guðni. "Eftir klukkan eitt tekur svo við eðalrokk og diskómúsík, partítónlist sem ætti að höfða til allra."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.