Sport

Miller handarbrotinn

Reggie Miller, hinn magnaði skotbakvörður Indiana Pacers, braut bein í vinstri hendi í æfingaleik gegn Denver Nuggets í gærkvöldi. Miller hlaut meiðslin í fyrsta leikhluta og þurfti strax að fara af velli. Miller á eftir að undirgangast frekari skoðun og kemur þá í ljós hversu lengi hann verður frá, en NBA-deildin hefst í næstu viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×