Sport

Viera rekinn útaf í Færeyjum

Patrick Viera, fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins og franska landsliðsins, fékk áðan að líta rauða spjaldið í leik Frakka og Færeyinga sem fram fer í Þórshöfn í Færeyjum í undankeppni HM 2006. Viera fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum á 55. mínútu en nýi Börsungurinn Ludovic Giuly hafði þá skorað eina mark leiksins fyrir Frakka á 32. mínútu. Þess má geta að á miðjunni hjá frændum okkar Færeyingum eru tveir leikmenn úr íslensku Landsbankadeildinni, þeir Julian Johnson hjá ÍA og Fróði Benjaminsen hjá Fram. Luis Saha fór útaf meiddur eftir aðeins níu mínútur og Thierry Henry hefur einnig yfirgefið völlinn en Frakkar gerðu eins og kunnugt er 0-0 jafntefli við Ísraelsmenn í sínum fyrsta leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×