Sport

Hughes orðaður við Blackburn

Mark Hughes, þjálfari velska knattspyrnulandsliðsins, er nú orðaður við framkvæmdastjórastöðuna hjá Blackburn eftir brotthvarf Graeme Souness. Sjálfur slær Hughes á þessar vangaveltur breskra fjölmiðla og segir aðalástæðuna fyrir þeim vera þá að hann lék á sínum tíma með félaginu. Hann útilokar þó ekkert í þessum máli. Aðrir sem helst eru orðaðir við stöðuna eru Gordon Strachan og Glenn Hoddle.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×