Flest bendir til sigurs Júsjenkó 26. desember 2004 00:01 MYND/AP Meira en 12 þúsund kosningaeftirlitsmenn víðs vegar að úr heiminum eru komnir til Úkraínu, til þess að fylgjast með endurteknum forsetakosningum í landinu, sem fara fram í dag. Skoðanakannanir benda til þess að stjórnarandstæðingurinn Júsjenkó muni fara með sigur af hólmi. Meira en helmingi fleiri kosningaeftirlitsmenn verða til staðar í dag en voru í fyrri kosningunum þann 21. nóvember. Það ásamt úrskurði stjórnlagadómstóls Úkraínu í gær um að heimila utankjörstaðaatkvæði ætti að minnka til muna líkurnar á að deilurnar eftir síðustu kosningar endurtaki sig. Deilurnar síðast sneurust ekki síst um utankjörstaðaatkvæði og er vonast að úrskurður stjórnlagadómstólsins í gær verði til þess að útiloka kærur frá þeim sem býður lægri hlut í kosningunum. Flest bendir til þess að Viktor Júsjenkó beri sigur úr bítum. Í síðustu könnunum hefur hann mælst með allt að 14% meira fylgi en Viktor Janúkóvitsj, sem sigraði fyrri kosningarnar, sem hæstiréttur Úkraínu ógilti síðan, þar sem sýnt þótti að brögð hefðu verið í tafli. Janúkóvitsj heldur því þó enn fram að Júsjenkó hafi notað vinsældir sínar erlendis til þess að þvinga fram endurtekningu á kosningunum, sem hafi verið lögmætar. Stuðningsmenn Júsjenkó saka hins vegar liðsmenn Janúkóvitsj ekki einungis um að hafa svindlað í kosningunum, heldur segja þeir hann líka standa á bak við eitrun sem júsjenkó varð fyrir í aðdraganda kosninganna og leiddu til þess að andlit hans afmyndaðist. Þúsundir stuðningsmanna Júsjenkós hafa safnast saman á götum Kænugarðs, höfðuborgar Úkraínu, í dag, þrátt fyrir að gríðarlegt frost sé úti. Júsjenkó segir að takist honum að sigra í kosningunum verði meginverkefni hans að reyna að eyða sundrunginni á milli austur- og vesturhluta Úkraínu. Júsjenkó hefur mikla yfirburði í vesturhluta Úkraínu og nýtur stuðnings flestra vestrænna ríkja. Í austurhluta Úkraínu er Janúkóvitsj hins vegar mun vinsælli. Það þykir því skipta mjög miklu máli hve stór sigurinn verður, þar sem afgerandi sigur annars hvors frambjóðandans myndi auðvelda mjög það verkefni að sameina landið. Kjósendur í Úkraínu eru alls 36 milljónir talsins. Kjörstöðum lokar um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma og fyrstu tölur munu væntanlega berast rétt fyrir miðnætti Erlent Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira
Meira en 12 þúsund kosningaeftirlitsmenn víðs vegar að úr heiminum eru komnir til Úkraínu, til þess að fylgjast með endurteknum forsetakosningum í landinu, sem fara fram í dag. Skoðanakannanir benda til þess að stjórnarandstæðingurinn Júsjenkó muni fara með sigur af hólmi. Meira en helmingi fleiri kosningaeftirlitsmenn verða til staðar í dag en voru í fyrri kosningunum þann 21. nóvember. Það ásamt úrskurði stjórnlagadómstóls Úkraínu í gær um að heimila utankjörstaðaatkvæði ætti að minnka til muna líkurnar á að deilurnar eftir síðustu kosningar endurtaki sig. Deilurnar síðast sneurust ekki síst um utankjörstaðaatkvæði og er vonast að úrskurður stjórnlagadómstólsins í gær verði til þess að útiloka kærur frá þeim sem býður lægri hlut í kosningunum. Flest bendir til þess að Viktor Júsjenkó beri sigur úr bítum. Í síðustu könnunum hefur hann mælst með allt að 14% meira fylgi en Viktor Janúkóvitsj, sem sigraði fyrri kosningarnar, sem hæstiréttur Úkraínu ógilti síðan, þar sem sýnt þótti að brögð hefðu verið í tafli. Janúkóvitsj heldur því þó enn fram að Júsjenkó hafi notað vinsældir sínar erlendis til þess að þvinga fram endurtekningu á kosningunum, sem hafi verið lögmætar. Stuðningsmenn Júsjenkó saka hins vegar liðsmenn Janúkóvitsj ekki einungis um að hafa svindlað í kosningunum, heldur segja þeir hann líka standa á bak við eitrun sem júsjenkó varð fyrir í aðdraganda kosninganna og leiddu til þess að andlit hans afmyndaðist. Þúsundir stuðningsmanna Júsjenkós hafa safnast saman á götum Kænugarðs, höfðuborgar Úkraínu, í dag, þrátt fyrir að gríðarlegt frost sé úti. Júsjenkó segir að takist honum að sigra í kosningunum verði meginverkefni hans að reyna að eyða sundrunginni á milli austur- og vesturhluta Úkraínu. Júsjenkó hefur mikla yfirburði í vesturhluta Úkraínu og nýtur stuðnings flestra vestrænna ríkja. Í austurhluta Úkraínu er Janúkóvitsj hins vegar mun vinsælli. Það þykir því skipta mjög miklu máli hve stór sigurinn verður, þar sem afgerandi sigur annars hvors frambjóðandans myndi auðvelda mjög það verkefni að sameina landið. Kjósendur í Úkraínu eru alls 36 milljónir talsins. Kjörstöðum lokar um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma og fyrstu tölur munu væntanlega berast rétt fyrir miðnætti
Erlent Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira