Gunnar Heiðar gerði út af við Fram 18. júlí 2004 00:01 Eyjamenn eru komnir upp í annað sæti Landsbankadeildarinnar í fótbolta eftir að hafa lagt Framara að velli, 2-1, á Laugardalsvelli í gærkvöld. Eyjamenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik, skoruðu mark í byrjun leiks og undir lok hálfleiksins og það nægði þrátt fyrir að pressa Framara hafi verið mikil síðustu mínúturnar. Matröð Framara hófst strax á 2. mínútu en þá gaf Einar Þór Daníelsson góða sendingu frá vinstri, sem sigldi í gegnum alla vörn Framara, beint fyrir fætur Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, markahæsta manns Landsbankadeildarinnar, sem þakkaði gott boð og skoraði af öryggi. Þetta mark kom eins og köld vatnsgusa framan í Framara en það verður þó að segjast þeim til hróss að þeir lögðu ekki árar í bát og hefðu að ósekju átt að vera búnir að jafna leikinn þegar Eyjamenn skoruðu annað markið. Andri Fannar Ottósson fékk fjögur góð færi en því miður fyrir hann og Framara þá voru honum heldur mislagaðar fætur fyrir framan markið og fóru öll fjögur skotin framhjá. Þegar tæp mínúta var eftir af fyrri hálfleik fengu Eyjamenn vítaspyrnu, að því virtist heldur ódýra. Eggert Stefánsson, varnarmaður Fram, og Eyjamaðurinn Einar Þór Daníelsson áttust þá við inni í vítateig Fram, Einar Þór féll og Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu. Framarar brjáluðust og sennilega með réttu því þaðan sem blaðamaður sat virtist ekki um vítaspyrnu að ræða. Framarar virtust ekki hafa jafnað sig á óréttlæti heimsins þegar flautað var til síðari hálfleiks því Eyjamenn tóku öll völd á vellinum og hefðu hæglega getað skorað þriðja markið sem hefði gulltryggt sigurinn. Í staðinn nældi Andri Fannar Ottósson í vítaspyrnu fyrir Framara á 64. mínútu og úr henni skoraði Ríkharður Daðason af öryggi. Framarar hresstust við markið og pressuðu stíft til leiksloka en náðu ekki að jafna leikinn. "Mér fannst við eiga meira skilið út úr þessum leik. Byrjunin var auðvitað kjaftshögg en við unnum okkur inn í leikinn og loksins er eitthvða að gerast. Því miður fengum við ekkert út úr þessum leik en ég tel að vítaspyrnan sem þeir fengu hafi verið algjör dómaraskandall. Nú tekur við barátta upp á líf og dauða fyrir okkur. Það dugir ekkret annað en þrjú stig í hverjum leik héðan í frá og það er hugarfarið sem menn verða að mæta með í leikina," sagði Ríkharður Daðason, fyrirliði Fram, hundfúll í leikslok. Fram-ÍBV 1-2 0–1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson 2. 0–2 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, víti 44. 1–2 Ríkharður Daðason, víti 64. Dómarinn Garðar Örn Hinriksson Í meðallagi Bestur á vellinum Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV Tölfræðin Skot (á mark) 15–17 (3–8) Horn 3–3 Aukaspyrnur fengnar 17–17 Rangstöður 5–4 Mjög góðir Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV Einar Þór Daníelsson ÍBV Góðir Mark Schulte ÍBV Tryggvi Sveinn Bjarnason ÍBV Ian Jeffs ÍBV Atli Jóhannsson ÍBV Gunnar Sigurðsson Fram Andri Fannar Ottósson Fram Pepsi Max-deild karla Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Sjá meira
Eyjamenn eru komnir upp í annað sæti Landsbankadeildarinnar í fótbolta eftir að hafa lagt Framara að velli, 2-1, á Laugardalsvelli í gærkvöld. Eyjamenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik, skoruðu mark í byrjun leiks og undir lok hálfleiksins og það nægði þrátt fyrir að pressa Framara hafi verið mikil síðustu mínúturnar. Matröð Framara hófst strax á 2. mínútu en þá gaf Einar Þór Daníelsson góða sendingu frá vinstri, sem sigldi í gegnum alla vörn Framara, beint fyrir fætur Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, markahæsta manns Landsbankadeildarinnar, sem þakkaði gott boð og skoraði af öryggi. Þetta mark kom eins og köld vatnsgusa framan í Framara en það verður þó að segjast þeim til hróss að þeir lögðu ekki árar í bát og hefðu að ósekju átt að vera búnir að jafna leikinn þegar Eyjamenn skoruðu annað markið. Andri Fannar Ottósson fékk fjögur góð færi en því miður fyrir hann og Framara þá voru honum heldur mislagaðar fætur fyrir framan markið og fóru öll fjögur skotin framhjá. Þegar tæp mínúta var eftir af fyrri hálfleik fengu Eyjamenn vítaspyrnu, að því virtist heldur ódýra. Eggert Stefánsson, varnarmaður Fram, og Eyjamaðurinn Einar Þór Daníelsson áttust þá við inni í vítateig Fram, Einar Þór féll og Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu. Framarar brjáluðust og sennilega með réttu því þaðan sem blaðamaður sat virtist ekki um vítaspyrnu að ræða. Framarar virtust ekki hafa jafnað sig á óréttlæti heimsins þegar flautað var til síðari hálfleiks því Eyjamenn tóku öll völd á vellinum og hefðu hæglega getað skorað þriðja markið sem hefði gulltryggt sigurinn. Í staðinn nældi Andri Fannar Ottósson í vítaspyrnu fyrir Framara á 64. mínútu og úr henni skoraði Ríkharður Daðason af öryggi. Framarar hresstust við markið og pressuðu stíft til leiksloka en náðu ekki að jafna leikinn. "Mér fannst við eiga meira skilið út úr þessum leik. Byrjunin var auðvitað kjaftshögg en við unnum okkur inn í leikinn og loksins er eitthvða að gerast. Því miður fengum við ekkert út úr þessum leik en ég tel að vítaspyrnan sem þeir fengu hafi verið algjör dómaraskandall. Nú tekur við barátta upp á líf og dauða fyrir okkur. Það dugir ekkret annað en þrjú stig í hverjum leik héðan í frá og það er hugarfarið sem menn verða að mæta með í leikina," sagði Ríkharður Daðason, fyrirliði Fram, hundfúll í leikslok. Fram-ÍBV 1-2 0–1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson 2. 0–2 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, víti 44. 1–2 Ríkharður Daðason, víti 64. Dómarinn Garðar Örn Hinriksson Í meðallagi Bestur á vellinum Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV Tölfræðin Skot (á mark) 15–17 (3–8) Horn 3–3 Aukaspyrnur fengnar 17–17 Rangstöður 5–4 Mjög góðir Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV Einar Þór Daníelsson ÍBV Góðir Mark Schulte ÍBV Tryggvi Sveinn Bjarnason ÍBV Ian Jeffs ÍBV Atli Jóhannsson ÍBV Gunnar Sigurðsson Fram Andri Fannar Ottósson Fram
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Sjá meira