Hvalveiðar verði leyfðar á ný 18. júlí 2004 00:01 Formaður Alþjóða hvalveiðiráðsins ætlar að leggja til að hvalveiðar í atvinnuskyni verði leyfðar á ný á ársfundi ráðsins sem hefst á morgun. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir þetta stærsta skrefið í baráttunni fyrir hvalveiðum í áratug. Samtök ferðaþjónustunnar fagna því ef sátt næst um hvalveiðar. Á ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins í fyrra hótuðu Japanar að ganga úr ráðinu vegna átaka um hvalveiðar í atvinnuskyni en þeir hafa, ásamt Íslendingum, stundað vísindaveiðar undanfarið. Ársfundurinn hefst á morgun á Ítalíu og hefur formaður hvalveiðiráðsins, Daninn Hendrik Fisher, lagt til að veiðar verði leyfðar í atvinnuskyni eftir tæplega tuttugu ára bann. Stefán Ásmundsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, segir Hendrik Fisher hafa beitt sér verulega fyrir þessu frá því hann tók við formennsku í ráðinu í fyrra. Stefán segir að í stuttu máli sé þetta tilraun til að ná saman annars vegar þeim ríkjum sem styðja sjálfbærar hvalveiðar, og hins vegar þeim „miðjuríkjum“ sem eru á móti hvalveiðum sem fara fram utan stjórnar Alþjóða hvalveiðiráðsins, en ekki þeim veiðum sem lúta stjórn ráðsins. Norðmenn eru þeir einu sem veiða hvali í atvinnuskyni og hafa gert það í ellefu ár. Stefán Ásmundsson tekur undir með japönsku sendinefndinni sem segir þetta í fyrsta sinn sem eitthvað þokist í átt að því að hvalveiðar í atvinnuskyni verði leyfðar á ný. Hann segir þetta vera stærsta skrefið fram á við í mjög langan tíma innan hvalveiðiráðsins. Jón Karl Ólafsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það ekkert óeðliegt þótt hvalveiðiráðið leyfi veiðar og fagnar hann því ef sátt næst um málið innan alþjóðasamfélagsins; slíkt dragi úr slæmri ímynd landsins. Stuart Chapman, hjá náttúruverndarsamtökunum World Wildlife Fund, telur hins vegar að Alþjóða hvalveiðiráðið eigi að beina kröftum sínum í að vernda hvali. Hann segir að ef þessar hótanir verði ekki teknar fyrir á ráðstefnunni muni arfleifð þessar og síðustu aldar koma fram á margvíslegan hátt. Tjónið muni lýsa sér í stöðugri fækkun tegunda í útrýmingarhættu, sem og ástsælustu og best þekktu tegundanna. Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira
Formaður Alþjóða hvalveiðiráðsins ætlar að leggja til að hvalveiðar í atvinnuskyni verði leyfðar á ný á ársfundi ráðsins sem hefst á morgun. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir þetta stærsta skrefið í baráttunni fyrir hvalveiðum í áratug. Samtök ferðaþjónustunnar fagna því ef sátt næst um hvalveiðar. Á ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins í fyrra hótuðu Japanar að ganga úr ráðinu vegna átaka um hvalveiðar í atvinnuskyni en þeir hafa, ásamt Íslendingum, stundað vísindaveiðar undanfarið. Ársfundurinn hefst á morgun á Ítalíu og hefur formaður hvalveiðiráðsins, Daninn Hendrik Fisher, lagt til að veiðar verði leyfðar í atvinnuskyni eftir tæplega tuttugu ára bann. Stefán Ásmundsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, segir Hendrik Fisher hafa beitt sér verulega fyrir þessu frá því hann tók við formennsku í ráðinu í fyrra. Stefán segir að í stuttu máli sé þetta tilraun til að ná saman annars vegar þeim ríkjum sem styðja sjálfbærar hvalveiðar, og hins vegar þeim „miðjuríkjum“ sem eru á móti hvalveiðum sem fara fram utan stjórnar Alþjóða hvalveiðiráðsins, en ekki þeim veiðum sem lúta stjórn ráðsins. Norðmenn eru þeir einu sem veiða hvali í atvinnuskyni og hafa gert það í ellefu ár. Stefán Ásmundsson tekur undir með japönsku sendinefndinni sem segir þetta í fyrsta sinn sem eitthvað þokist í átt að því að hvalveiðar í atvinnuskyni verði leyfðar á ný. Hann segir þetta vera stærsta skrefið fram á við í mjög langan tíma innan hvalveiðiráðsins. Jón Karl Ólafsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það ekkert óeðliegt þótt hvalveiðiráðið leyfi veiðar og fagnar hann því ef sátt næst um málið innan alþjóðasamfélagsins; slíkt dragi úr slæmri ímynd landsins. Stuart Chapman, hjá náttúruverndarsamtökunum World Wildlife Fund, telur hins vegar að Alþjóða hvalveiðiráðið eigi að beina kröftum sínum í að vernda hvali. Hann segir að ef þessar hótanir verði ekki teknar fyrir á ráðstefnunni muni arfleifð þessar og síðustu aldar koma fram á margvíslegan hátt. Tjónið muni lýsa sér í stöðugri fækkun tegunda í útrýmingarhættu, sem og ástsælustu og best þekktu tegundanna.
Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira