Erlent

Deilur á norska þinginu

Mikil andstaða er innan norska stórþingsins vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra landsins um að láta íslenska togarann Guðrúnu Gísladóttur liggja áfram í votri gröf sinni. Þetta ákvað ráðherrann þegar í ljós kom að kostnaður til að koma togaranum upp og að landi væri einfaldlega meiri en hægt væri að réttlæta. Því færi best á því að öll olía og farmur hennar yrðu tæmd og skipið látið liggja þar sem það er. Umhverfisverndarsinnar eru afar ósáttir við þessa ákvörðun og eiga sér sterka aðila á norska þinginu. Þeir heimta skipið upp hvað sem það kostar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×