Kúrdar ekki sáttir 12. júní 2004 00:01 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafði vart samþykkt ályktun sína um valdatöku bráðabirgðastjórnarinnar í Írak þegar fulltrúar tveggja stjórnmálaflokka Kúrda hótuðu að segja sig úr stjórninni. Þeir eru ósáttir við að ekki sé minnst á bráðabirgðastjórnarskrá sem tryggir áhrif þeirra í ályktun öryggisráðsins. Kúrdar vilja að Írak verði byggt upp sem sambandsríki þar sem ákveðnir landshlutar ráða sínum málum að miklu leyti sjálfir. Með þessu telja þeir sig tryggja að þeir verði ekki ofurseldir valdi annarra. Þess vegna fengu þeir ákvæði sett inn í bráðabirgðastjórnarskrá Íraks þess efnis að ef kjósendur í þremur héruðum Íraks höfnuðu nýrri stjórnarskrá í þjóðaratkvæðisgreiðslu tæki hún ekki gildi. Það er nokkuð sem leiðtogar sjíamúslima, sem eru 60 prósent Íraka, geta ekki sætt sig við og telja að það tryggi Kúrdum í raun neitunarvald á stjórnarskrána þar sem Kúrdar stjórna þremur héruðum. Sú ákvörðun Bandaríkjamanna og Breta að minnast ekki á bráðabirgðastjórnarskrána í ályktunartillögu sinni skýrist að stórum hluta af því að Ali al-Husseini al-Sistani, áhrifamesti klerkur sjíaklerka, hafði varað við því að hann myndi ekki styðja ályktun sem festi hana í sessi. Þess í stað var almennur texti um Írak sem lýðræðislegt sambandsríki til að koma sömu skilaboðum á framfæri og felast í bráðabirgðastjórnarskránni. Kúrdar hafa þó ekki látið sannfærast um að þetta tryggi réttindi þeirra. Þrátt fyrir að Kúrdar séu aðeins fimmtán prósent Íraka, að því er talið er, hafa þeir notið nokkuð sterkrar stöðu undanfarin ár. Þeir hafa í raun haft sjálfstjórn á ákveðnum landssvæðum frá því fljótlega eftir Persaflóastríðið 1991 og mega ekki til þess hugsa að þeir missi þau völd sín. Deilur Kúrda og annarra sem sæti eiga í stjórninni eru þó aðeins eitt af mörgum vandamálum sem blasir við bráðabirgðastjórninni. Byggja þarf upp innviði landsins, efla lögreglu og öryggissveitir og umfram allt þarf stjórnin að ávinna sér traust landsmanna sem litu á framkvæmdaráðið sem Bandaríkjamenn skipuðu sem nokkurs konar leppstjórn. Erlent Fréttir Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafði vart samþykkt ályktun sína um valdatöku bráðabirgðastjórnarinnar í Írak þegar fulltrúar tveggja stjórnmálaflokka Kúrda hótuðu að segja sig úr stjórninni. Þeir eru ósáttir við að ekki sé minnst á bráðabirgðastjórnarskrá sem tryggir áhrif þeirra í ályktun öryggisráðsins. Kúrdar vilja að Írak verði byggt upp sem sambandsríki þar sem ákveðnir landshlutar ráða sínum málum að miklu leyti sjálfir. Með þessu telja þeir sig tryggja að þeir verði ekki ofurseldir valdi annarra. Þess vegna fengu þeir ákvæði sett inn í bráðabirgðastjórnarskrá Íraks þess efnis að ef kjósendur í þremur héruðum Íraks höfnuðu nýrri stjórnarskrá í þjóðaratkvæðisgreiðslu tæki hún ekki gildi. Það er nokkuð sem leiðtogar sjíamúslima, sem eru 60 prósent Íraka, geta ekki sætt sig við og telja að það tryggi Kúrdum í raun neitunarvald á stjórnarskrána þar sem Kúrdar stjórna þremur héruðum. Sú ákvörðun Bandaríkjamanna og Breta að minnast ekki á bráðabirgðastjórnarskrána í ályktunartillögu sinni skýrist að stórum hluta af því að Ali al-Husseini al-Sistani, áhrifamesti klerkur sjíaklerka, hafði varað við því að hann myndi ekki styðja ályktun sem festi hana í sessi. Þess í stað var almennur texti um Írak sem lýðræðislegt sambandsríki til að koma sömu skilaboðum á framfæri og felast í bráðabirgðastjórnarskránni. Kúrdar hafa þó ekki látið sannfærast um að þetta tryggi réttindi þeirra. Þrátt fyrir að Kúrdar séu aðeins fimmtán prósent Íraka, að því er talið er, hafa þeir notið nokkuð sterkrar stöðu undanfarin ár. Þeir hafa í raun haft sjálfstjórn á ákveðnum landssvæðum frá því fljótlega eftir Persaflóastríðið 1991 og mega ekki til þess hugsa að þeir missi þau völd sín. Deilur Kúrda og annarra sem sæti eiga í stjórninni eru þó aðeins eitt af mörgum vandamálum sem blasir við bráðabirgðastjórninni. Byggja þarf upp innviði landsins, efla lögreglu og öryggissveitir og umfram allt þarf stjórnin að ávinna sér traust landsmanna sem litu á framkvæmdaráðið sem Bandaríkjamenn skipuðu sem nokkurs konar leppstjórn.
Erlent Fréttir Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Sjá meira