Innlent

Áhyggjur af ættingjum í Asíu

Sjö taílenskar fjölskyldur hafa leitað til Rauða krossins eftir aðstoð við að finna ættingja á hamfarasvæðum flóðbylgjunnar á ströndum Taílands. Somjai Sirimekha, túlkur hjá Alþjóðahúsi, aðstoðar fólkið. Fjölskylda hennar býr skammt frá Phatong-strönd þar sem skemmdir urðu miklar. Þau sluppu óhult. "Frænka mín og frændi búa við Phatong ströndina. Þau náðu að keyra í burtu en húsið þeirra og veitingastaður hrundi," segir Somjai. Somjai segir fólk við ströndina hafa fengið áfall. Það sé margt heimilislaust og hræðist að fara aftur að þeim svæðum þar sem heimili þeirra hafi staðið. Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir um tólf til fimmtán hundruð landsmenn eiga rætur sínar að rekja til þeirra landa sem illa urðu úti í jarðskjálftanum. Þeir geti fengið aðstoð Rauða krossins við að hafa upp á ættingjum sínum. Þeirra sé leitað í leitarvélum samtakanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×