Innlent

21 þúsund börn fá flugeldagleraugu

Flugeldasalan fyrir áramótin er að hefjast en líklega má búast við mikilli sölu. 21 þúsund börnum verða gefin flugeldagleraugu fyrir áramótin. Landsmenn hafa brennt stórfé um hver áramót með því að skjóta flugeldum og margs konar blysum í loft upp á gamlárskvöld og víst að engin breyting verður á um þessi áramót. Ef marka má fullyrðingar um jólaverslun má líklega búast við að flugeldasala verði í meira lagi um áramótin. En hinum fögru eldum fylgja því miður oft alvarleg slys. Á morgun verður 21 þúsund börnum og unglingum á aldrinum 10 til 15 ára send gjafabréf heim á flugeldagleraugu í boði Blindarfélagsins og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Frá áramótunum 2000/2001 hafa Blindrafélagið og Slysavarnarfélagið Landsbjörg verið í samstarfi með það að markmiði að fækka augnslysum og hefur það samstarf skilað góðum árangri, reynar svo góðum að engin alvarleg augnslys hafa orðið frá því að samstarfið hófst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×