Sport

Henry íhugaði að hætta eftir EM

Thierry Henry, leikmaður Arsenal, sagði á blaðamannafundi í fyrrakvöld að hann hefði hugleitt að hætta í franska landsliðinu eftir vonbrigðin á EM í Portúgal. "En sú hugmyndin var fljót að hverfa." sagði Henry. "Það er skylda okkar, sem eru búnir að vera í boltanum í einhvern tíma, að leiðbeina nýliðunum. Þeir eru framtíðin og það verður undir þeim komið að ná sér í reynslu og bæta sig." Henry hefur spilað 64 landsleiki fyrir Frakkland og skorað 27 mörk. "Ég er ánægður að tilheyra þessari uppbyggingu og það er ný kynslóð að myndast núna." Frakkar mæta Ísraelsmönnum í dag í undankeppni HM.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×