Sport

Ætlum að taka stig frá Svíunum

"Lið Savehof er öruggt áfram úr þessum riðli sem við erum í og þess vegna eru líkur á að þeir séu ekki ýkja einbeittir gegn okkur," segir Páll Ólafsson, þjálfari handboltaliðs Hauka sem etur kappi við sænska liðið Savehof í kvöld. Leikurinn er liður í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en möguleikar Hauka á að komast áfram eru úr sögunni. Savehof sigraði óvænt þýska liðið Kiel fyrir hálfum mánuði og tryggðu sér þannig sæti upp úr riðlinum en Haukar voru beinlínis óheppnir að gera jafntefli í fyrri leik liðanna á Ásvöllum í síðasta mánuði. Savehof hefur þar að auki gengið illa heimafyrir og hafa síðustu tveir leikir liðsins endað með jafntefli. Páll segir ljóst að þetta geti hjálpað Haukum í kvöld. "Ég er ekki svartsýnn fyrir þennan leik enda áttum við í fullu tré við þá heima og þar sem við erum með fullt lið og ætlum að spila okkar bolta þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að við getum tekið stig af þeim hér."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×