Af hverju sigraði Bush? Guðmundur Magnússon skrifar 5. nóvember 2004 00:01 Úrslit forsetakosninganna á Bandaríkjunum á þriðjudaginn komu mörgum hér á landi og annars staðar í Evrópu á óvart. Yfirburðasigur George W. Bush var ekki það sem Evrópubúar höfðu átt von á. Sú mynd sem stór hluti evrópskra fjölmiðla og álitsgjafa hafði að undanförnu dregið upp af þróun mála í Bandaríkjunum benti til þess að John Kerry yrði kjörinn forseti. Talað var um að ekkert mark væri takandi á skoðanakönnunum því þær næðu ekki til unga fólksins og ýmissa minnihlutahópa. Sumir nefndu í því sambandi að unga fólkið væri ekki skráð fyrir fastlínusíma; könnunarfyrirtækin hringdu ekki í farsíma þessarar kynslóðar og misstu því af viðhorfum hennar. Þegar fréttist af mikilli kjörsókn ungra kjósenda á kjördag og utan kjörfundar þótti það eindregið benda til þess að Kerry hefði byr í seglin.Og álitsgjafarnir þreyttust ekki á að tala af lítilli virðingu um siðferðis- og trúarviðhorf stuðningsmanna Bush; þetta væri jaðarhópur í þjóðfélaginu sem hefði orðið viðskila við frjálsyndisþróun síðustu ára. Veruleikinn vestanhafs var allt annar. Það sýna úrslit kosninganna. Bush var endurkjörinn forseti með milljón fleiri atkvæðum en Kerry. Enginn Bandaríkjaforseti fyrr og síður hefur fengið jafn mörg atkvæði. Í skilningi lýðræðis er umboð hans afdráttarlausara og skýrara en nokkurs fyrirrennara hans. Flokkur Bush, Repúblikanar, náði meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings, öldungadeildinni og fulltrúadeildinni. Stuðningur við flokkinn jókst verulega um land allt. Mál sem Repúblikanar báru fyrir brjósti, svo sem andstaða við hjónabönd samkynhneigðra, fengu meðbyr alls staðar þar sem um þau var kosið. Tíu ríki spurðu kjósendur hvort þeir vildu samþykkja að samkynhneigðir stofnuðu til hjónabands. Alls staðar var svar mikils meirihluta neitandi. Kosningarnar fóru ekki aðeins fram í íhaldssömum "sveitahéruðum" miðríkjanna heldur í ríki eins og Ohio þar sem "nútímaleg borgarmenning" er ríkjandi. Rétt er að hafa í huga í þessu sambandi að í niðurstöðunum felst ekki endilega andúð eða fordómar gagnvart samkynhneigð sem slíkri eða sambúð homma og lesbía heldur fyrst og fremst stuðningur við hjónabandið sem kristilega stofnun sem rúmar aðeins karl og konu. Sú skoðun meirihluta Evrópubúa að heimurinn yrði ótryggari ef Bush yrði endurkjörinn fékk ekki hljómgrunn meðal Bandaríkjamanna. Hin mikla kjörsókn, sem fjölmiðlar töldu í fyrstu merki um að nú yrði Íraksstefnunni hafnað með eftirminnilegum hætti, reyndist stuðningsyfirlýsing við hryðjuverkastríð forsetans og viðleitnina hans til að koma á lýðræði í Miðausturlöndum með róttækum aðgerðum eins og innrásinni í Írak. Og í efnahagsmálum er ekki annað að sjá en kjósendur hafi verið sáttir við hagvöxtinn á kjörtímabili Bush en hann hefur verið um 3,7% á ári. Atvinnustefnu Kerrys, sem m.a. fól í sér höft á útflutning starfa og ýmiss konar hömlur á viðskiptalífið, var hafnað.George W. Bush sigraði í forsetakosningunum vegna þess að stefna hans og hugmyndir átti meiri hljómgrunn meðal bandarísku þjóðarinnar en stefna og hugmyndir Johns Kerry. Það var ekkert kosningasvindl, engar brellur, ekkert samsæri; svona eru Bandaríkin árið 2004. Bent hefur verið á að sá stuðningur sem Bush fékk í kosningunum hefði ekki þurft að koma á óvart ef fjölmiðlar og álitsgjafar þeirra hefðu sett sig inn í raunverulega þróun bandarísks þjóðfélags undanfarinn áratug eða svo. Allt frá upphafi tíunda áratugarins hafa kjósendur verið að greiða atkvæði "með fótunum" eins og stundum er sagt; þeir hafa verið að flytjast í stórum hópum úr frjálslyndu ríkjunum þar sem demókratar hafa ráðið lögum og lofum og til ríkja þar sem íhaldssamari gildi eru í heiðri höfð. Þessi ríki leggja áherslu á lága skatta og takmörkuð ríkisumsvif og þar svífa yfir vötnum hefðbundin, "gamaldags" siðferðisviðmið og kristin trúarviðhorf. Flutningur kjósenda hefur síðan leitt til þess að kjörmönnum þessara ríkja hefur fjölgað og þar með hefur aukist vægi þeirra í forsetakosningum. Það hefur vakið athygli margra í Evrópu að kannanir sýna að Bandaríkjamenn eru kirkjurækin þjóð. Það þykir fréttnæmt á Íslandi og víðar í Evrópu - og jafnvel sönnun um trúarlegt ofstæki - að stór hluti fólks vestra sæki kirkju einu sinni í viku. En getur ekki verið að undrun okkar og hneykslun í þessu efni segi meira um okkur en Bandaríkjamenn? Hvað ætli til dæmis herra Karli Sigurbjörnssyni biskupi okkar þyki um kirkjusókinina vestanhafs? Skyldi hann vera sár, gramur og hneykslaður? Ætli það! Athyglisvert er að margir þeirra sem komast í uppnám yfir kirkjusókn Johns og Mary vestanhafs eru áhyggjufullir - jafnvel sárir - yfir fordómum Vesturlandabúa gagnvart trúarlífi í ríkjum múslima. Þetta fólk talar um nauðsyn þess að skilja Íslam; átta sig á framandi menningarheimi og viðurkenna að hægt sé að sjá hlutina öðruvísi en við erum alin upp við. En þegar Bandaríkin eiga í hlut virðist þetta sjónarhorn gleymast. Sennilega er fátt þýðingarmeira fyrir framtíðarsamskipti Evrópu og Bandaríkjanna en að við lærum að skilja og átta okkur á hvað er raunverulega að gerast vestanhafs. Gætum þess að láta ekki óskhyggju álitsgjafanna - virðingarverð eins og hún getur verið - blinda okkur sýn. Reynum að átta okkur á því hvers vegna Bandaríkjamenn hugsa eins og þeir gera. Við kunnum að vera ósammála - og það jafnvel mjög - þeim viðhorfum sem kosningarnar sýndu að uppi eru meðal hins almenna Bandaríkjamanns en við ættum ekki að halda áfram að afgreiða þau sem jaðarhugmyndir oftækisfulls minnihluta, enda segja staðreyndirnar annað.gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Úrslit forsetakosninganna á Bandaríkjunum á þriðjudaginn komu mörgum hér á landi og annars staðar í Evrópu á óvart. Yfirburðasigur George W. Bush var ekki það sem Evrópubúar höfðu átt von á. Sú mynd sem stór hluti evrópskra fjölmiðla og álitsgjafa hafði að undanförnu dregið upp af þróun mála í Bandaríkjunum benti til þess að John Kerry yrði kjörinn forseti. Talað var um að ekkert mark væri takandi á skoðanakönnunum því þær næðu ekki til unga fólksins og ýmissa minnihlutahópa. Sumir nefndu í því sambandi að unga fólkið væri ekki skráð fyrir fastlínusíma; könnunarfyrirtækin hringdu ekki í farsíma þessarar kynslóðar og misstu því af viðhorfum hennar. Þegar fréttist af mikilli kjörsókn ungra kjósenda á kjördag og utan kjörfundar þótti það eindregið benda til þess að Kerry hefði byr í seglin.Og álitsgjafarnir þreyttust ekki á að tala af lítilli virðingu um siðferðis- og trúarviðhorf stuðningsmanna Bush; þetta væri jaðarhópur í þjóðfélaginu sem hefði orðið viðskila við frjálsyndisþróun síðustu ára. Veruleikinn vestanhafs var allt annar. Það sýna úrslit kosninganna. Bush var endurkjörinn forseti með milljón fleiri atkvæðum en Kerry. Enginn Bandaríkjaforseti fyrr og síður hefur fengið jafn mörg atkvæði. Í skilningi lýðræðis er umboð hans afdráttarlausara og skýrara en nokkurs fyrirrennara hans. Flokkur Bush, Repúblikanar, náði meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings, öldungadeildinni og fulltrúadeildinni. Stuðningur við flokkinn jókst verulega um land allt. Mál sem Repúblikanar báru fyrir brjósti, svo sem andstaða við hjónabönd samkynhneigðra, fengu meðbyr alls staðar þar sem um þau var kosið. Tíu ríki spurðu kjósendur hvort þeir vildu samþykkja að samkynhneigðir stofnuðu til hjónabands. Alls staðar var svar mikils meirihluta neitandi. Kosningarnar fóru ekki aðeins fram í íhaldssömum "sveitahéruðum" miðríkjanna heldur í ríki eins og Ohio þar sem "nútímaleg borgarmenning" er ríkjandi. Rétt er að hafa í huga í þessu sambandi að í niðurstöðunum felst ekki endilega andúð eða fordómar gagnvart samkynhneigð sem slíkri eða sambúð homma og lesbía heldur fyrst og fremst stuðningur við hjónabandið sem kristilega stofnun sem rúmar aðeins karl og konu. Sú skoðun meirihluta Evrópubúa að heimurinn yrði ótryggari ef Bush yrði endurkjörinn fékk ekki hljómgrunn meðal Bandaríkjamanna. Hin mikla kjörsókn, sem fjölmiðlar töldu í fyrstu merki um að nú yrði Íraksstefnunni hafnað með eftirminnilegum hætti, reyndist stuðningsyfirlýsing við hryðjuverkastríð forsetans og viðleitnina hans til að koma á lýðræði í Miðausturlöndum með róttækum aðgerðum eins og innrásinni í Írak. Og í efnahagsmálum er ekki annað að sjá en kjósendur hafi verið sáttir við hagvöxtinn á kjörtímabili Bush en hann hefur verið um 3,7% á ári. Atvinnustefnu Kerrys, sem m.a. fól í sér höft á útflutning starfa og ýmiss konar hömlur á viðskiptalífið, var hafnað.George W. Bush sigraði í forsetakosningunum vegna þess að stefna hans og hugmyndir átti meiri hljómgrunn meðal bandarísku þjóðarinnar en stefna og hugmyndir Johns Kerry. Það var ekkert kosningasvindl, engar brellur, ekkert samsæri; svona eru Bandaríkin árið 2004. Bent hefur verið á að sá stuðningur sem Bush fékk í kosningunum hefði ekki þurft að koma á óvart ef fjölmiðlar og álitsgjafar þeirra hefðu sett sig inn í raunverulega þróun bandarísks þjóðfélags undanfarinn áratug eða svo. Allt frá upphafi tíunda áratugarins hafa kjósendur verið að greiða atkvæði "með fótunum" eins og stundum er sagt; þeir hafa verið að flytjast í stórum hópum úr frjálslyndu ríkjunum þar sem demókratar hafa ráðið lögum og lofum og til ríkja þar sem íhaldssamari gildi eru í heiðri höfð. Þessi ríki leggja áherslu á lága skatta og takmörkuð ríkisumsvif og þar svífa yfir vötnum hefðbundin, "gamaldags" siðferðisviðmið og kristin trúarviðhorf. Flutningur kjósenda hefur síðan leitt til þess að kjörmönnum þessara ríkja hefur fjölgað og þar með hefur aukist vægi þeirra í forsetakosningum. Það hefur vakið athygli margra í Evrópu að kannanir sýna að Bandaríkjamenn eru kirkjurækin þjóð. Það þykir fréttnæmt á Íslandi og víðar í Evrópu - og jafnvel sönnun um trúarlegt ofstæki - að stór hluti fólks vestra sæki kirkju einu sinni í viku. En getur ekki verið að undrun okkar og hneykslun í þessu efni segi meira um okkur en Bandaríkjamenn? Hvað ætli til dæmis herra Karli Sigurbjörnssyni biskupi okkar þyki um kirkjusókinina vestanhafs? Skyldi hann vera sár, gramur og hneykslaður? Ætli það! Athyglisvert er að margir þeirra sem komast í uppnám yfir kirkjusókn Johns og Mary vestanhafs eru áhyggjufullir - jafnvel sárir - yfir fordómum Vesturlandabúa gagnvart trúarlífi í ríkjum múslima. Þetta fólk talar um nauðsyn þess að skilja Íslam; átta sig á framandi menningarheimi og viðurkenna að hægt sé að sjá hlutina öðruvísi en við erum alin upp við. En þegar Bandaríkin eiga í hlut virðist þetta sjónarhorn gleymast. Sennilega er fátt þýðingarmeira fyrir framtíðarsamskipti Evrópu og Bandaríkjanna en að við lærum að skilja og átta okkur á hvað er raunverulega að gerast vestanhafs. Gætum þess að láta ekki óskhyggju álitsgjafanna - virðingarverð eins og hún getur verið - blinda okkur sýn. Reynum að átta okkur á því hvers vegna Bandaríkjamenn hugsa eins og þeir gera. Við kunnum að vera ósammála - og það jafnvel mjög - þeim viðhorfum sem kosningarnar sýndu að uppi eru meðal hins almenna Bandaríkjamanns en við ættum ekki að halda áfram að afgreiða þau sem jaðarhugmyndir oftækisfulls minnihluta, enda segja staðreyndirnar annað.gm@frettabladid.is
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun