Íslenskar Plómur á Broadway 30. júní 2004 00:01 "Ég held til New York á föstudaginn. Það sem tekur fyrst við eru fundahöld og græja það sem þarf," segir Anna Rósa Sigurðardóttir leikkona. Verk Önnu, Plómur, verður sett upp á Broadway í haust í Theater Row. "Ég skrifaði þetta leikrit með þá hugmynd í kollinum að setja það upp í New York en mig langar að geta unnið bæði hér og í Bandaríkjunum. Þetta hefur reyndar tekið lengri tíma en maður ætlaði sér en þetta er að ganga loksins." Anna Rósa segir hóp áhugafólks um framúrstefnuleikhús vera fremur þröngan hér á landi og telur því nauðsynlegt að fara með verkið víðar. "Við settum það upp í Tjarnarbíói til að byrja með en fluttum okkur síðan yfir í Óperuna. Uppsetningin fékk mjög góða dóma en það hefði auðvitað geta selst betur á hana." Tónlistin í Plómum er flutt og samin af Rósu Guðmundsdóttur og mun hún ásamt leikstjóranum Heru Ólafsdóttur, Guðrúnu Magnúsdóttur sem sér um myndverkið og leikmynda-, ljósa- og búningahönnuðunum Móeiði Helgadóttur og Agli Ingibergssyni halda til New York á eftir Önnu Rósu. Sýningin verður á fjölunum í sex vikur og segir Anna Rósa vinnuvikuna verða strembna. "Við leikum sjö sýningar á sex dögum. Maður veit hins vegar lítið hvernig þetta á eftir að ganga en við vonum það besta." Anna lærði leiklist í Bandaríkjunum og segist því í raun eiga auðveldara með að leika á ensku en íslensku. Í framtíðinni gæti hún þó hugsað sér að snúa sér meira að skrifum og segir sýninguna vera gott tækifæri. "Mig langar í framhaldsnám í leikritaskrifum og ég ætla að nota sýninguna til að kynna mig." Það sem kom Önnu Rósu helst á óvart varðandi uppsetninguna í New York er leikhúsið sem sýningin verður sett upp í. "Ég bjóst við að fá inni í einhverjum kjallara í Soho þannig að þetta er miklu meira en ég bjóst við og umgjörðin er frábær. Þetta er stórt leikhús með fimm eða sex sölum og þekktir leikarar og skáld sem vinna þarna." Anna Rósa segist spennt fyrir framhaldinu og hlakkar til að fljúga vestur um haf á föstudaginn. Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira
"Ég held til New York á föstudaginn. Það sem tekur fyrst við eru fundahöld og græja það sem þarf," segir Anna Rósa Sigurðardóttir leikkona. Verk Önnu, Plómur, verður sett upp á Broadway í haust í Theater Row. "Ég skrifaði þetta leikrit með þá hugmynd í kollinum að setja það upp í New York en mig langar að geta unnið bæði hér og í Bandaríkjunum. Þetta hefur reyndar tekið lengri tíma en maður ætlaði sér en þetta er að ganga loksins." Anna Rósa segir hóp áhugafólks um framúrstefnuleikhús vera fremur þröngan hér á landi og telur því nauðsynlegt að fara með verkið víðar. "Við settum það upp í Tjarnarbíói til að byrja með en fluttum okkur síðan yfir í Óperuna. Uppsetningin fékk mjög góða dóma en það hefði auðvitað geta selst betur á hana." Tónlistin í Plómum er flutt og samin af Rósu Guðmundsdóttur og mun hún ásamt leikstjóranum Heru Ólafsdóttur, Guðrúnu Magnúsdóttur sem sér um myndverkið og leikmynda-, ljósa- og búningahönnuðunum Móeiði Helgadóttur og Agli Ingibergssyni halda til New York á eftir Önnu Rósu. Sýningin verður á fjölunum í sex vikur og segir Anna Rósa vinnuvikuna verða strembna. "Við leikum sjö sýningar á sex dögum. Maður veit hins vegar lítið hvernig þetta á eftir að ganga en við vonum það besta." Anna lærði leiklist í Bandaríkjunum og segist því í raun eiga auðveldara með að leika á ensku en íslensku. Í framtíðinni gæti hún þó hugsað sér að snúa sér meira að skrifum og segir sýninguna vera gott tækifæri. "Mig langar í framhaldsnám í leikritaskrifum og ég ætla að nota sýninguna til að kynna mig." Það sem kom Önnu Rósu helst á óvart varðandi uppsetninguna í New York er leikhúsið sem sýningin verður sett upp í. "Ég bjóst við að fá inni í einhverjum kjallara í Soho þannig að þetta er miklu meira en ég bjóst við og umgjörðin er frábær. Þetta er stórt leikhús með fimm eða sex sölum og þekktir leikarar og skáld sem vinna þarna." Anna Rósa segist spennt fyrir framhaldinu og hlakkar til að fljúga vestur um haf á föstudaginn.
Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira