Bird vill fleiri hvítar stjörnur 15. júní 2004 00:01 Larry Bird, fyrrum leikmaður Boston Celtics og einn besti körfuboltamaður allra tíma, segir að NBA-deildin þurfi fleiri hvítar stjörnur ætli forráðamenn deildarinnar sér að ná því að halda áfram að höfða til körfuboltaáhugamanna. Hann lét þessi orð falla í viðtali við ESPN-sjónvarpsstöðina á dögunum þegar hann var spurður að því hvort NBA-deildinni skorti hvítar stórstjörnur: "Ég er ekki frá því," sagði Bird og hélt áfram, "þegar ég var að spila voru leikmenn eins og ég og Kevin McHale og fleiri sem voru meðal þeirra bestu í deildinni. Ég held að það sé gott ef það væru aðeins fleiri góðir hvítir leikmenn því eins og flestir vita er meirihluti aðdáenda deildarinnar hvítur og það yki án efa vinsældirnar. En ég tek það þó skýrt fram að körfubolti er leikur svarta mannsins og verður það að eilífu. Við sjáum það greinilega að mestu og bestu íþróttamenn eru svartir," sagði Larry Bird, sem nú er forseti körfuboltamála hjá Indiana Pacers. Hann lét þessi ummmæli falla í hringborðsumræðum þar sem tóku þátt þeir Magic Johnson, fyrrum stórstjarna hjá Los Angeles Lakers og aðalkeppinautur Birds á níunda áratugnum, og nýliðarnir LeBron James and Carmelo Anthony. Magic tók undir málflutning Larry Bird. "Við þurfum fleiri leikmenn eins og Larry Bird. Ég meina, það vilja allir. Larry Bird getur farið inn í hvaða hverfi sem er. Það þekkja hann allir, svartir, hvítir, fólk af rómönskum uppruna, og hann nýtur virðingar alls staðar þar sem hann kemur," sagði Magic. En á meðan Bird naut virðingar og aðdáunar körfuboltaáhugamanna fannst honum hann ekki alltaf njóta sömu virðingar hjá þjálfurum annarra liða þegar þeir sendu hvíta leikmenn til að gæta hans. "Mér var í sjálfu sér alveg sama hver reyndi að hafa hemil á mér - rauður, gulur, svartur. Ég bara vildi ekki hvítan gaur að passa mig því það var oftar en ekki vanvirðing við leik minn," sagði Larry Bird. Nýjustu tölur frá NBA-deildinni sýna að af 408 leikmönnum deildarinnar eru tæp 77 prósent þeirra svartir. Íþróttir Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Larry Bird, fyrrum leikmaður Boston Celtics og einn besti körfuboltamaður allra tíma, segir að NBA-deildin þurfi fleiri hvítar stjörnur ætli forráðamenn deildarinnar sér að ná því að halda áfram að höfða til körfuboltaáhugamanna. Hann lét þessi orð falla í viðtali við ESPN-sjónvarpsstöðina á dögunum þegar hann var spurður að því hvort NBA-deildinni skorti hvítar stórstjörnur: "Ég er ekki frá því," sagði Bird og hélt áfram, "þegar ég var að spila voru leikmenn eins og ég og Kevin McHale og fleiri sem voru meðal þeirra bestu í deildinni. Ég held að það sé gott ef það væru aðeins fleiri góðir hvítir leikmenn því eins og flestir vita er meirihluti aðdáenda deildarinnar hvítur og það yki án efa vinsældirnar. En ég tek það þó skýrt fram að körfubolti er leikur svarta mannsins og verður það að eilífu. Við sjáum það greinilega að mestu og bestu íþróttamenn eru svartir," sagði Larry Bird, sem nú er forseti körfuboltamála hjá Indiana Pacers. Hann lét þessi ummmæli falla í hringborðsumræðum þar sem tóku þátt þeir Magic Johnson, fyrrum stórstjarna hjá Los Angeles Lakers og aðalkeppinautur Birds á níunda áratugnum, og nýliðarnir LeBron James and Carmelo Anthony. Magic tók undir málflutning Larry Bird. "Við þurfum fleiri leikmenn eins og Larry Bird. Ég meina, það vilja allir. Larry Bird getur farið inn í hvaða hverfi sem er. Það þekkja hann allir, svartir, hvítir, fólk af rómönskum uppruna, og hann nýtur virðingar alls staðar þar sem hann kemur," sagði Magic. En á meðan Bird naut virðingar og aðdáunar körfuboltaáhugamanna fannst honum hann ekki alltaf njóta sömu virðingar hjá þjálfurum annarra liða þegar þeir sendu hvíta leikmenn til að gæta hans. "Mér var í sjálfu sér alveg sama hver reyndi að hafa hemil á mér - rauður, gulur, svartur. Ég bara vildi ekki hvítan gaur að passa mig því það var oftar en ekki vanvirðing við leik minn," sagði Larry Bird. Nýjustu tölur frá NBA-deildinni sýna að af 408 leikmönnum deildarinnar eru tæp 77 prósent þeirra svartir.
Íþróttir Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira