Ronaldinho hafnaði Chelsea 15. júní 2004 00:01 Brasilíumaðurinn Ronaldinho, leikmaður Barcelona, segist hafa hafnað 55 milljóna punda tilboði frá Chelsea en hann skrifaði undir nýjan samning við Katalóníuliðið í síðustu viku sem gildir til ársins 2008. „Vitið þið af hverju ég hafnaði boði Chelsea?" spurði Ronaldinho fréttamenn og svaraði sjálfur um hæl: „Af því að ég elska fótbolta og að spila hann á aðlaðandi hátt." Hefði tilboði Chelsea verið tekið væri Ronaldinho þar með orðinn dýrasti leikmaður sögunnar en Zinedine Zidane heldur enn um skeið þeim titli en Real Madrid pungaði út 44 milljónum punda þegar hann var keyptur frá Juventus á sínum tíma.Forráðamenn Barcelona hafa veitt Ronaldinho feita launahækkun og í stað þess að fá litlar 2,5 milljónir punda í árslaun fær hann nú 3,3 milljónir. Ronaldinho kom frá franska liðinu Paris St Germain síðasta sumar og þurfti Barcelona að greiða 21 milljón punda fyrir hann og bara sem hrein fjárfesting hefur hann þegar margborgað sig. Spilamennska hans í vetur var frábær og forráðamenn Manchester United hljóta að naga sig í handarbökin en þeir drógu það of lengi að semja við Ronaldinho í fyrra sem vildi ólmur koma til liðsins. „Við erum ánægðir með þennan samning," sagði forseti Barcelona, Joan Laporta, og bætti þessu við: „Ronaldinho á þennan samning skilið því hann lagði gríðarlega mikið af mörkum í vetur og við vildum gera allt sem í okkar valdi stóð til að halda honum hjá félaginu. Ronaldinho á eftir að marka nýtt upphaf hjá Barcelona." Aðdáendur Chelsea vanda hins vegar Ronaldinho ekki kveðjurnar og segja að hann hafi einungis verið að nýta sér áhuga og tilboð Chelsea til þess að þrýsta á forráðamenn Barcelona um launahækkun. Hann hafi aldrei ætlað sér að ganga til liðs við Chelsea. Íslenski boltinn Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Sjá meira
Brasilíumaðurinn Ronaldinho, leikmaður Barcelona, segist hafa hafnað 55 milljóna punda tilboði frá Chelsea en hann skrifaði undir nýjan samning við Katalóníuliðið í síðustu viku sem gildir til ársins 2008. „Vitið þið af hverju ég hafnaði boði Chelsea?" spurði Ronaldinho fréttamenn og svaraði sjálfur um hæl: „Af því að ég elska fótbolta og að spila hann á aðlaðandi hátt." Hefði tilboði Chelsea verið tekið væri Ronaldinho þar með orðinn dýrasti leikmaður sögunnar en Zinedine Zidane heldur enn um skeið þeim titli en Real Madrid pungaði út 44 milljónum punda þegar hann var keyptur frá Juventus á sínum tíma.Forráðamenn Barcelona hafa veitt Ronaldinho feita launahækkun og í stað þess að fá litlar 2,5 milljónir punda í árslaun fær hann nú 3,3 milljónir. Ronaldinho kom frá franska liðinu Paris St Germain síðasta sumar og þurfti Barcelona að greiða 21 milljón punda fyrir hann og bara sem hrein fjárfesting hefur hann þegar margborgað sig. Spilamennska hans í vetur var frábær og forráðamenn Manchester United hljóta að naga sig í handarbökin en þeir drógu það of lengi að semja við Ronaldinho í fyrra sem vildi ólmur koma til liðsins. „Við erum ánægðir með þennan samning," sagði forseti Barcelona, Joan Laporta, og bætti þessu við: „Ronaldinho á þennan samning skilið því hann lagði gríðarlega mikið af mörkum í vetur og við vildum gera allt sem í okkar valdi stóð til að halda honum hjá félaginu. Ronaldinho á eftir að marka nýtt upphaf hjá Barcelona." Aðdáendur Chelsea vanda hins vegar Ronaldinho ekki kveðjurnar og segja að hann hafi einungis verið að nýta sér áhuga og tilboð Chelsea til þess að þrýsta á forráðamenn Barcelona um launahækkun. Hann hafi aldrei ætlað sér að ganga til liðs við Chelsea.
Íslenski boltinn Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Sjá meira